Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1972, Qupperneq 4
þolir illa jarðvegssúr, sprettur bezt í kalkríkum jarðvegi og
þar sem búfjáráburður, helzt stráborinn, hefur verið plægð-
ur niður. Sé rauðsmárinn látinn sjálfráður, getur hann vaxið
lengi á sama stað og breiðst út, þrátt fyrir það þótt hann
beri mjög lítið þroskað fræ, en því veldur léleg frjóvgun, sem
vafalaust má rekja til skorts á viðeigandi skordýrum.
Fljótlega eftir að ég hóf störf mín í Gróðrarstöð Ræktun-
arfélags Norðurlands (1924), veitti ég athygli slæðingi af
rauðsmára, er óx í jaðri gamallar sáðsléttu í Heimastöðinni.
Slétta þessi hlaut að vera milli tíu og tuttugu ára gömul,
svo smárinn hafði haldist þarna við miklu lengur en algengt
var. Datt mér þá í hug, að ef til vill hefði orðið þarna nátt-
úrlegt úrval, og að smáraslæðingur þessi kynni að vera þoln-
ari en títt er um rauðsmára.
Við nánari athugun kom í ljós, að í smárabrúskum þess-
um voru nokkur blómhöfuð frjóvguð að meira eða minna
leyti og báru þroskað fræ. Safnaði ég þeim saman um haust-
ið, þurrkaði og þreskti milli handa minna og tókst á þann
hátt að fá nothæft fræ í svo sem einn eldspýtnastokk. Fræi
þessu sáði ég svo næsta vor í stall í norðanverðri stöðinni,
og mun sú sáning hafa þakið um tvo m2. Til smitunar not-
aði ég mold frá upphaflegu plöntunum. Sáningin heppnað-
ist vel, og smárinn óx þarna með prýði næstu árin. Bland-
aðist hann nokkuð grasi er fram liðu stundir, var ýmist
slegin eða látin þroska fræ, sem alltaf var þó lítið og mis-
þroskað. Þó tókst eftir nokkur ár að sanka saman nægu fræ-
magni til notkunar í samanburðartilraun með rauðsmára-
afbrigði, sem gerð var í Efri-stöðinni 1937. Ennfremur var
smáranum sáð í 20—30 m2 stóran blett í norðurhorni Heima-
stöðvarinnar, rétt upp af stallinum, þar sem honum var sáð
fyrst. Við sáningu þessa var notað sænskt smit.
Um samanburðartilraunirnar er getið í skýrlunni „Árang-
ur gróðurtilrauna“ í Ársritinu 1948—’49, bls. 56—57. Þar er
smáraafbrigði þetta nefnt „Ræktunarfélagssmári“ og virtist
það endast tiltölulega vel. Heima í stöðinni var smáranum
sáð í ófrjótt og gróðurlítið land, heppnaðist það ágætlega og
vex smárinn þar enn og hefur breiðst mikið út.
6