Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1972, Síða 30
meiri niðurleið hjá nr. 11. Á tímabilinu 6—9 degi eftir
burð helst kalístyrkur þvagsins í aðeins um 50—60 meq/1,
en það var einmitt á 9. degi, sem lystin var á þrotum. Þótt
K-styrkur þvagsins hjá kýr nr. 32 hafi ekki farið eins lágt,
lækkar hann þó verulega eftir burðinn. Þessu er mjög á ann-
an veg farið með hinar kýrnar, einkum kýr nr. 2 og 12,
enda var heildarkalímagn fóðurs þeirra mun hærra. Kýr >
nr. 25 varð all nythá og ekki eru neinar sjáanlegar sveiflur
á nyt né áti hennar. Hún á þó sýnilega í nokkurri vök að
verjast með að haldast í kalíjafnvægi ef litið er á kalímagn
þvagsins, sem lækkaði þó nokkuð eftir burðinn.
Báðum kúnum i kalílága flokkunum (nr. 11 og 32) var
gefið kalí eftir át- og nytmissinn. Þetta er sýnt á mynd 2b
fyrir nr. 11. Kýr nr. 32 fékk ómælt magn af kalí frá þeim
degi, sem hún missti lystina (13 dagur eftir burð). Þar eð
Na lækkaði einnig verulega í þvagi var henni gefið matar-
salt að auki. Hvorug kýrin sýndi veruleg batamerki fyrr en
þær fengu vítamínblöndu (B, E og K-vítamín) og kýr nr. 32
ekki fyrr en henni hafði verið gefið inn penicillinduft rúm-
um 3. vikum eftir burð.
í töflu 7 eru gefnar tölulegar niðurstöður hinna þriggja t
hcifuðþátta, sem mældir voru í þvagi kúnna. Verður ein-
stökum niðurstöðum töflunnar ekki gerð nein skil hér að
sinni, þótt rétt sé að benda á mismun á bæði sýrustigi og
kalístyrk í þvagi þeirra kúa sem „nóg“ kali fengu og hinna
sem „ónóg“ fengu. Einkum er þessi munur áberandi eftir
burðinn, enda spegla þær það sem' fram kemur á myndun-
um, sem áður var lýst.
Þegar hingað er komið má gera ráð fyrir að menn geti
verið sammála um að skortur á kalí í fóðrinu hafi verið
höfuðorsök, eða a. m. k. ein veigamesta orsök fyrir lysta-
leysi og nytmissi kúnna í K lágu flokkunum. Margar spurn-
ingar, langt um fleiri en unnt verður að svara hér, hafa þó
að sjálfsögðu vaknað um ýmis atriði niðurstaðnanna. Það
má og Ijóst vera að erfitt verður að gefa viðhlítandi skýring-
ar á orsökxim og afleiðingum á sveiflum hinna mældu þátta
í smáatriðum, til þess eru þeir allt of fáir. Þegar svo við bæt-
32