Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1972, Blaðsíða 116
og fleira. Er hér um að ræða bæði steypuefni og ofaníburð
í vegi, unnið fyrir ýmsa aðila eins og Vegagerð ríkisins
steypustciðvar og byggingaraðila bér og þar. Þá var á liðnu
sumri veitt aðstaða til áframhaldandi rannsókna á mengun
í Akureyrarpolli. Vann á stofunni, af og til, að því verki
einn maður frá Náttúrugripasafninu á Akureyri, en auk
þess var lögð fram vinna af hálfu stofunnar að nokkru. Ögn
var um rannsóknir á neyzluvatni, garðyrkjumold og svo
ýmislegt fleira smálegt, sem ekki er ástæða til upp að telja.
STARFSFÓLK
Starfsfólki við rannsóknastörf hefur enn fjölgað hjá stof-
unni. Er það í samræmi við aukið pláss og fleiri og fjölþætt-
ari verkefni. Þcirarinn Lárusson vann sem fyrr allt árið.
Matthildur Egilsdóttir vann vetrarmánuðina en hætti um
miðjan maí. Hún hóf starf að nýju hjá stofunni 18. sept. s. 1.
Guðmundur Gunnarsson, sem hóf starf haustið 1971, hætti
25. marz 1972 og hélt til Danmerkur þar sem hann hyggur
á nám í Landbúnaðarháskóla dana í Kaupmannahöfn. Syst-
ir Guðmundar, Bergljót Gunnarsdóttir vann við stofuna
frá 1. apríl til 15. maí 1972. Þá var ráðinn til starfa Gunn-
laugur Pétursson stúdent s. 1. vor frá MA. Hóf hann störf
22. júní og hætti síðast í ágúst. Vann hann öðru fremur að
tölfræðilegu uppgjöri rannsókna. Þá var einnig í sumar við
störf hálfan daginn frá 17. júlí til 9. sept. Margrét Sigtryggs-
dóttir. Margrét hefur áður unnið einn vetur hjá stofunni.
Á haustdögum var enn ráðin starfsstúlka, stúdent frá síð-
ast liðnu vori að nafni Guðný Sverrisdóttir. Hóf hún vinnu
10. okt. og er ætlunin að hún vinni að einhverju leyti við
bókasafn, sem búnaðarsamtökin hér í Eyjafirði ásamt Til-
raunastöðinni og Ræktunarfélaginu eru að koma á fót. Þá
var enn ráðinn til starfa á aflíðandi sumxi Englendingur að
nafni Derek Mundell, landbúnaðarkandídat frá Leeds á
Englandi s. 1. vor. Tildrög að ráðningu hans voru með þeim
hætti að hann var hérlendis á skemmtiferðalagi með kunn-
118