Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1972, Side 6
smárans væri óvenjulega góð og Sturla Friðriksson telur,
í skýrslu frá Korpu 1971, bls. 3, að þetta afbrigði hafi reynst
þolnara en þau erlendu. Þó virðist mér að tilraunirnar
styðji þetta ekki ótvírætt. Fræöflunin verður líka vafalaust
erfiðleikum bundin og svo má vel vera, að við höfum ekki
ennþá náð réttum tökum á aðbúð og meðferð smárans. Það
er því ennþá nokkrum vafa undirorpið hvers vænta má af
honum í framtíðinni.
RÆKTUNARHÆFNl INNLENDRA BELGJURI A
Ég heii áður vikið að því, að við séum skammt á veg komnir
með ræktun belgjurta og að þar sé um mikinn óunninn akur
að ræða. Eðlilegt er að skipta verkefninu í tvennt: Innlend-
ar og innfluttar belgjurtir. Auðvitað ber þá fyrst að svipast
um á innlendum vettvangi og hefur þá rauðsmáranum þeg-
ar verið gerð nokkur skil.
Lang útbreiddasta belgjurtin í íslenzku gróðurríki er hvít-
smárinn, en þó á hann eriitt uppdráttar í samkeppni við
aðrar fóðurjurtir, vegna þess hve lágvaxinn hann er. Þar af
leiðandi hentar honum illa frjór jarðvegur eða köfnunar-
efnisríkur. Vera má, að með úrvali megi auka ræktunar-
hæfni íslenzka hvítsmárans og mun eitthvað unnið að slíku
að Korpu. Hvítsmárinn þolir beit mjög vel og getur því
komið að góðum notum í sléttum, sem aðallega eru nýttar
til beitar, sé þess gætt að nota köfnunarefnisáburð í hófi og
halda grassprettunni í skefjum. Frjóvgun hvítsmárans er
mjög léleg og fræöflun því erfið.
Sú belgjurt, er hér kemur helst til álita næst á eftir smár-
anum er umfeðmingurinn (Vicia cracca). Eiginlega er hann
í fljótu bragði að mörgu leyti vel fallinn til ræktunar í
sáðsléttum. Hann er fjölær, sæmilega stórvaxinn og klifrar
upp eftir stráunum, svo engin hætta er á, að hann líði af
Ijósskorti og vex sums staðar í stórum varanlegum breið-
um, þótt hann sé sleginn árlega, en virðist hafa tilhneig-
ingu til að vaxa einn út af fyrir sig og kann að þurfa nokk-
8