Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1924, Side 1
Árið 1924 féll niður útgáfa ársrits K. Þ. í þeim árgangi (hin-
um VIII.) hefði átt að vera hinir venjulegu reikningar K. P. og
skýrslur um hag þess og starfsemi árið 1923, en í IX. árgangi
1925 sömu reikningar og skýrslur fyrir árið 1924.
Félagsmenn í K. P. hafa nú margir látið í ljós óánægju
sína yfir því, að ársritið verði látið falla niður með öllu, og
því hefir nú verið ráðist í, að koma því út þetta árið, þótt það
sé helst til mikill ábætir á skrifstofustörfin í K. P. með þeim
kröftum, sem á er að skipa, úr því að félagsstjórn og endur-
skoðendur ekki geta unnið að undirbúningi ritsms, sem er tals-
vert mikið og seinlegt verk. En meðan svo er, hlýtur ritið að
verða fremur fátæklega úr garði gert. í þetta skifti hefir samt
annar af endurskoðendunum veitt nokkurn styrk við undirbún-
ing ritsins.
Til þess að ekki verði algerður bláþráður á því reikninga- og
skýrslu-kerfi, sem ársritið hefir flutt, er það ráð tekið, að kalla
þetta VIII. og IX. árgang ritsins, árin 1924 og 1925, og láta það
fiytja reikninga og skýrslur beggja áranna, að sumu leyti í
dálitið breyttu formi.
Að undanförnu hafa aðalfundargerðir K. P. verið birtar í rit-
inu i heild sinni. Væru nú tveggja ára Iangar fundagerðir
teknar upp í þetta hefti, mundi það verða óhóflega stórt og
dýrt, enda tilgangslitið að prenta hér upp fyrntar fundargerðir,
sem „Ófeigur" áður hefir flutt félagsmönnum ágrip af.
Af þessum ástæðum er nú slept að birta fundargerðirnar í
heild, og mætti svo vera framvegis, ef ritinu verður haldið
áfram. Aftur á móti getur átt vel við, að ársritið flytji þær
ályktanir og ákvarðanir fundanna, sem hafa varanlegt gildi, t.
1*