Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1924, Page 53
55
Athugasemdir.
Framanskráð skýrsla sýnir viðskiftaveltu deildanna í K. Þ.
tvö næstl. ár. Sé hún borin saman við skýrsluna hér að fram-
an um vöruveltu deildanna, sést, hve afarmikil viðskifti félags-
menn reka í K. Þ. önnur en vörukaup og vörusölu. Samt sýnir
pessi skýrsla ekki öll pessi viðskifti, pvi að í hana er ekki
tekið annað af viðskiftunum í Söludeild en mismunur niður-
stöðutalnanna i reikningum félagsmanna par, eða pær upp-
hæðir, sem færðar eru deildunum til gjalda eða tekna, pegar
reikningar peirra við Söludeild eru sléttaðir við reíkningslokin.
En í reikningunum við Söludeild eru rekin mikil og margháttuð
viðskifti, bæði með peninga og millifærslur, sem pessi skýrsla
ekki getur sýnt.
Þetta er í raun og veru hrein bankastarfsemi, sem pannig
er rekin á skrifstofum K. Þ. fyrir félagsmenn, og að pað séu
engin smáræðis viðskifti, sem pannig eru rekin, sést á pvi, að
sjóðbókarveltan i K. Þ. er árlega 3— 400 pús. kr., en millifærsl-
urnar árlega um 2 milliónir króna. Vöruveltan i K. Þ. er pvi
tæplega */4 af allri reikningaveltunni.
Það má heita algild regla í K. Þ., að félagsmenn láta skrif-
stofur K. Þ. annast allar fjárreiður sínar og viðskifti út á við,
svo sem opinber gjöld og skatta, afborganir og vexti skulda,
svo sem bankalána, kaupverðs jarða o. s. frv., auk óteljandi
annara millifærsla bæði utan félags og innan. — Þetta eru auð-
vitað afarmikil pægindi fyrir félagsmenn, en pað margfaldar
skrifstofustörfin, og á sinn pátt i skuldaástandinu. Félagsmenn
hafa hneigst að pví, að láta sem mest af skuldum sínum standa
í reikningunum i K. Þ. Þetta hefir sína miklu ókosti, en llka
dálitla kosti, pvi að raunar má segja, að pað beri vott uin
pann sjálfstæðismetnað, að láta félagsskapinn vera sér alt i
öllu, og er pað ekki lastandi út af fyrir sig; en pessi tilhneig-
ing er auðvitað undirorpin afarskaéílegri misbrúkun af hálfu
peirra manná, sem i efnahagskröggum eru og lítt eru félags-
lega proskaðir, en vilja hafa sama viðskiftafrelsi og sömu við-
Skiftaaðferðir i K. Þ. sem peir félagsmenn, sem vel eru stæðir