Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1924, Side 60
Athugasemdir.
Aðalupphæð stofnsjóðs Söludeildar hefir síðan 1922 lækkað
úr kr. 40346,68 niður í kr. 36732,65, eða urn kr. 3614,32. — Að-
alorsökin til þessarar lækkunar er, að viðlaga- eða varasjóði
Söludeildar, sem 1921 var orðinn kr. 8387,44, var á næstu ár-
um jw á eftir eytt til pess, að lækka verð á dýrtíðarvöruforð-
anum, eins og getið er um i athugasemdum við reikning Sölu-
deildarinnar hér að framan. í árslok 1922 voru kr. 4705,53 eftir
af viðlagasjóðnum, en pví var öllu eytt á árinu 1923. — Auk
pess voru á árinu 1924 útborgaðar úr sjóðnum kr. 1796,87, sem
burtfluttir félagsmenn og dánarbú höfðu um nokkur ár átt á
vöxtum í sjóðnum utan við deildaeignirnar, án pess útborgun-
ar væri krafist.
Eignir deildanna í sjóðnum hafa því ekki lækkað þessi ár í
heildinni, heldur hækkað því sem næst um vextina, sem ætíð
leggjast við höfuðstólinn. Um úthlutun ágóða af verslun Sölu-
deildar gat ekki verið að ræða þessi árin, þótt áríð 1924 gæfi
talsverðan ágóða, en í lok ársins 1925 má telja víst, að nokk-
uð komi til úthlutunar-^þótt sjálfsagt sé, að reisa við aftur við-
lagasjóðinn sem allra fyrst.
Annars á það langt í land, að sjóður þessi vaxi svo, að hann
nái þeim tilgangi sínum, að vera nægilegt veltufé Söludeildar-
innar. En með það fyrir augum verða fétagsmenn að hlynna
að sjóðnum og efla hann, uns hann nær þessu marki.