Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1924, Síða 62

Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1924, Síða 62
64 ar stjórnarvaldanna, og er tvöföld ástæða til að ætla, að ein- mitt þess vegna hafi þær borið betri ávöxt. Fyrst og fremst hafa þær verið settar af rétíri þekkingu á staðháttunum hér og búnaðarástandi í héraðinu, og svo fylgja menn ætíð betur peim reglum, er þeir setja sér sjálfir af þekkingu á eigin hög- um. Vitaskuld voru stöku menn fyrst óánægðir með þessar reglur, en áttuðu sig yfirleitt á réttmæti þeirra og farsælum áhrifum, þá er frá leið. Sömu sögu má segja um Jrau áhrif, sem hið fríviljuga ullarmat K. P. og verðflokkun hafði á ullar- verkunina og kostgæfni félagsmanna um að eignast gott ullarfé. Eins og áður er tekið fram, virðast hinar lögskipuðu reglur um kjötflokkunina vera samdar og settar með pað fyrir augum, að ná í fyrsta flokk öllu meginmagni kjötsins á landinu. Að reglurnar eru svona fráleitar, á rót sína í ofstæki manna úr þeim héröðum landsins, sem landkostaminst eru, og f>ar sem sauðfjárrækt er skemst á veg komin. Er pað undrunarvert, að mönnum skuli geta dulist, að með slíkum reglum er aðeins séð fyrir stundarhagnaði fáeinna afturúrkreistinga í sauðfjár- rækt, og með pví unnið á móti öllum umbótum í sauðfjárrækt og vöruvöndun, en spilt markaðinum fyrir pessa lang-atkvæða- mestu framleiðslu landbúnaðarins. Margir vitna í stórsölu- markað kjötsins i Noregi, sem litinn verðmun gerir hins besta og lakasta, en krefst pó ákveðins hlutfalls milli flokkanna. En öll stórkaup á vörum um heim allan eru einmitt bygð á pví, að kaupa verði ilt með góðu fyrir einskonar meðalverð og láta hið besta bera uppi hið lakasta. Hinn rétti verðmunur góðrar og illrar vöru kemur ekki í ljós fyrri en við smásöluna, pegar kostir og lestir vörunnar verða sýnilegir og ápreifanlegir og meðalvigt í deild árið 1886 var 109 pund, en 1895 var lægsta meðalvigt í deild 119 pund. — Hæst meðalvigt í deild 1886 var 133 pund, en 1895 var hún 135 pund. Petta sýnir, hversu mikið sauðirnir bötnuðu á pessum áruin, en pó sérstaklega, hversu mikið peir jöfnuðust að gæðum. Væri nú tekið til samanburðar lengra tímabil aftur og fram í tímann, mundi betur sjást, hve mildð ávanst að bæta sauðina, en til pess vantar nógu ná- kvæmar skýrslur.

x

Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga
https://timarit.is/publication/270

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.