Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1924, Side 63
smekkur neytendanna kemur til sögunnar. En smásölumark-
aður kjötsins hefir ekkert verið rannsakaður og enn síður
smekkur neytendanna. Hitt er víst, að orðrómur íslenska salt-
kjötsins erlendis er misjafn; veltur á milli pess að vera fram-
úrskarandi og að heita óœt kattalœri. Má og nærri geta, að
ýmsir muni hreppa misjöfn kaup, par sem hrúgað er saman
í sömu tunnuna 10 og 20 kílóa skrokkum.
En kaupin eru misjöfn að fleiru en útliti og bragði. Pað kom
greinilega í ljós við rannsókn, sem gerð var við sláturhús K.
Þ. í Húsavík, á beinapunga i lambskrokkum af misjafnri pyngd.
Var kjöt alt vandlega tekið af beinunum og síðan vigtað hvort
um sig, kjöt og bein, úr hverjum skrokk. Niðurstaðan varð pessi:
a. úr skrokk, er vóg 18,8 kg., var kjöt 76,6°/o, bein 23,4°/o
b. - - - — 13,4 — — - 74°/o — 26°/o
c. - — . _ 10 — — — 72°/o — 28°/»
Mismunurinn á hlutfalli kjöts og beina í pessum skrokkum
stingur ef til vill ekki mjög i augu í fyrsta áliti. En „safnast
pegar saman kemur“. — Væri nú valdir saman í tunnur á 112
kg. skrokkar af pessum premur pyngdarflokkum, pá yrði í
hverri tunnu:
af a. flokknum kjöt 85,7 kg., bein 26,3 kg.
- b.--------— 82,9 — — 29,1 —
- c.--------— 80,6 — — 31,4 —
Nú hlýtur pað að teljast sanngjarnast og réttlátast, að pað,
sem er ætilegt af kjötinu, ráði mestu um verð pess; og pótt
slíkri rannsókn verði ekki við komið með neinni nákvæmni á
kjötinu í heild sem verslunarvöru, pá eru mestar líkur til, að
einmitt pessi mjsmunur ráði í reyndinni mestu um verð kjöts-
ins i smásölu, pannig, að kjötið sje flokkað eftir útliti. Getur
hver og einn preifað í sinn eigin barm um pað, hvort hann
myndi umtaislaust og ár eftir ár borga t. d. rúgmjöl með óeðli-
lega miklu hrati og úrgangi sama verði og annað betra.
En væri nú hið beinlausa kjötmagn i hverri tunnu talið eiga
að ráða verðinu, pá er bersýnilegt, að kjöt af a. og b. flokk-
unum væri vanborgað, ef kjötmagnið í c. flokknum réði verð-
laginu. En annars er næst að ætla, að með gildandi flokkun
5