Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1924, Síða 64
og sölutilhögun sé meðallagskjötið (sem er nálægt b. fl.) mestu
ráðandi um verðlagið. Væri nú úthlutunarverð kjöts kr 1,50
hvert kiló og ein tunna af b. flokks kjötinu lögð til grundvall-
ar, pá er hið raunverulega kjöt í tunnu af a. flokks kjötinu
vanborgað um kr. 5,68, eða 5 au. hvert kíló í brúttófiyngd, en
kjötið í tunnu af c. flokks kjöti ofborgað um kr. 4,67, eða um
fulla 4 au. hvert kiló af brúttójjyngd. Ef úthlutunarverð kjöts-
ins væri hærra en hér var gert ráð fyrir, yrðu misjöfnur verðs-
ins milli flokkanna í sama hlutfalli meiri. En með pví verði,
sem tilgreint var, væri réttur mismunur í verði hvers kílós af a.
og c. flokki rúmir 9 aurar, og minna mætti nú raunar gagn gera.
*
* *
Hér í ársritinu (sjá VII. árg. 1923) hefir pví áður verið haldið
fram, að breyta ætti flokkun kjötsins, sem út er flutt, og hætta
með öllu að flytja út pað, sem eftir kjötmatslögunum er nefnt
II. flokks kjöt, en I daglegu tali hér er kallað úrkasts kjöt
(lambakroppar innan við 10 kg. og ærskrokkar innan við 17
kg.). Væri pað eitt fyrir sig bæði sæmdarauki og hagur fyrir
framleiðendurna strax og stundir líða, að hætta slikum útflutn-
ingi. En ný eða aukin flokkun peirra skrokka, sem pyngri eru
parf undirbúning, og pann undirbúning verður að gera á smá-
sölumarkaðinum meðal sjálfra neytendanna, ef flokkunin á að
geta orðið réttlát og ná tilgangi sinum.
Óefað yxi álit íslenska saltkjötsins á útlendum markaði, ef
vinsað væri úr pví pað, sem næst er lágmarki pess I. flokks,
sem nú er, ekki síst, ef vogin ein réði par ekki nálega öllu,
heldur mat, sem bygt væri á útliti kjötsins og virkilegum gæð-
um pess, pví líkt, sem nú er mat á saltfiski, par sem hver ein-
asti fiskur er skoðaður og rannsakaður og flokkaður, ekki ein-
ungis eftir stærð eða vigt, heldur hver stærð í 3—4 flokka eftir
öllu útliti. Má færa mjög sterkar líkur fyrir pví, að pótt I. flokki
dilkakjötsins, sem nú er, væri skift í tvo undirflokka á sölu-
markaðinum (a. og b., eða prima og secunda), pá gæti lægri
flokkurinn langdrægt haldið núverandi verði, en hinn hlotið
verðauka, af pví að pað yrði dbyggilegri og jafnari vara en