Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1924, Page 68

Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1924, Page 68
70 hörðum ullarflókum, sem þessar vélar eru alls ekki lagaðar til þess að vinna, og geta stórskemt þær, og að minsta kosti siitið þeim löngu fyrir timann, og það þótt kembararnir eyði miklum tíma og erfiði til þess að tæta og reita þessa flók'a sundur í smáskækla áður en þeir eru lagðir fyrir vélarnar. Þetta er mál, sem eigendur vélanna — félagsmenn í K. Þ. — verða vel að athuga, þvi að vilji þeir að vélarnar endist svo lengi, sem þeim er eðlilegt, og vinni vel hina góðu og rétt undirbúnu uil, þá er ekki nema um tvent að gera, annaðhvort að neita algerlega að veita móttöku til kembingar þessurn hörðu og ógreiddu flókum, eða að kaupa flókatætara. Kemb- ararnir, sem vinna við vélarnar, segjast engin fyrirmæli hafa fengið til að fara eftir um það, hvort visa skuli frá nokkru af þvi, sem sent er til kembingar, og þykjast ekki á sitt ein- dæmi getað vísað neinu frá, og af því leiðir, að þeir eyða óhæfi- legum tima til að tæta sundur flókana, og setja véiarnar í hættu fyrir skemdum og óþörfu og óeðlilegu sliti. Vera mætti að nokkuð mætti fyrirbyggja, að menn sendu til kembingar óslít- anlega flóka, ef kembing á sliku væri seld svo mikið dýrari en á annari ull, sem réttlátt væri. En best væri auðvitað að kaupa flókatætarann, svo að hægt væri að gera eigendum flók- anna úrlausn, án þess að setja hinar dýrmætu vélar í hættu, og gefa þeim að auki mikla vinnu og fyrirhöfn. Reikningar þeir, sem hér fara á eftir sýna allan stofnkostn- að þessa fyrirtækis, reksturskostnað fyrsta árið, og efnahaginn í lok ársins 1924. Má af þeim ráða, hvort fyrirtækið muni geta borið sig framvegis. B. J.

x

Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga
https://timarit.is/publication/270

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.