Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1953, Page 85

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1953, Page 85
SEXTÁNDU OG SEYTJÁNDU ALDAR BÆKUR 85 Nóturnar og lagboðarnir ná aftur á (9.) bls. Þá er Morgun Psalmur. Te Christe laudo Carmine. Ordtur af S. Arna. Tb. S. 1. er.: Christo H0/und mijns Hialprædis, h0num syng eg Lo/gi0rdar Vess, hv0r mig med Eingla Herskyllde, Helgum, a Nott ummlidenne, he/ur Verndad, og Haaska gi0r- vpllum /ordad, bls. (9)—(10). Loks er bls. (11)—(12) latínukvæði til þýðandans, sr. Árna Þor- varðssonar á Þingvöllum, frá sr. Páli Björnssyni í Selárdal: In Librum Epodon Viri Reverendi atqve Eruditissimi D. Arnei Thorvardi Affinis honorandi. Dum Cecinit Locrus cythara, Iovis advolal ales I Senserat Illices et Philomela sonos ... Paulus Biörnius; alls 12 vísuorð. [BEER, DOMINICUS.] Froomer Foreldrar. Skálh. 1694. Samkvæmt Isl. XIV, 8 er prentvilla í ártalinu, 1654 í stað 1694. í báðum eintökum Landsbóka- safns er rétt ártal: 1694. EITT LIJTED STAFROFS KVER ... Skalhollte Anno 1695. I Isl. XIV, 100 eru talin 24 hlöð í kverinu, en þau eru ekki nema 12, eða 24 hlaðsíður. •— í Lhs. er annað eintak, þannig gert, að prentað er aðeins annars vegar á örkina; verður þá önnurhver opna auð og blöðin 24. HAVERMANN, JOHAN: Christelegar Bæner. Skálholti 1696. Þriðja prentun Avenarii bæna, er Þórður biskup Þorláksson gaf út. Aftan á titilblaði hefst for- máli biskups; hann er 3 bls., en á 3. blaði (Aiij) byrjar texti bókarinnar. Þegar 1. örk var fullprent- uð, lét biskup skjóta inn 4 blöðum á milli Aij og Aiij; neðst á aftasta blaðinu er sama tilvísun (kustos) til upphafsorðsins á Aiij eins og er neðst aftan á Aij. Á þessum 4 blöðum er tileinkun til Ragnheiðar mágkonu biskups; efst á öllum bls. stendur Dedi- catio, en tileinkunin hefst á þessa leið: Edla Dygdarijkre og Gudhræddre Heidurs Frv Ragneidi Jonsdootter Þess Edla VelEhruverduga og Haalærda Herra. H. Gysla Thorlaks Sonar. Nu hia Gude Hvijlande, Fordum Biskupe Iloola Stipt- is (Loflegrar Minningar) Epterlaatenne Eckiu Minne Eruverdugre og Dygdarijkre Elsku Syster, Oska eg Vnderskrifadur Fridar og Myskunar af Gude, med allskonar Heillum og Hamingiu, Æfennlega og Eilijflega I Iesv Nafne ... — Nokkru síðar víkur biskup að sjálfum sér og útgáfu bókarinnar: Nu med þvi Eruverduga og Elskulega Syster, ad þad er gömul Sidvenia, þegar Bækur a Prent wtganga ad Dedicera þær og tileinka einhvörre goodre og Göfugre Personu, jafnvel þo sa hinn same sem Bookena wtganga lætur, sie ecke sialfur Author, Þa villde eg ecke ut af þeirre goodu og almennu Sidveniu alldeilis bregda. Hef eg nu a þessum Vetre nær fra Veturnoottum, og allt til þessa, med Veikleika þvijngadur vered, epter godum Guds Vilia, So eg hefe jafnlega vid Sængena hallded. Þo hefur mier ei ad sijdur ætijd ummhugad vered j Mögulegasta Maata, ad þesse gooda og agiæta Bœna Book, mætte nu, sosem j Enda Vertijdar fyrer mier, fullkomnare og fyllre a Prent wtganga, enn adur fyrr. Ilvörs vegna eg hefe laated setia wt a Spatiuna nockrar Citatiur og Marginalia wr H. Ritningu, sem sa goode Guds Mann D. Johan Avenarius Author þessarar Bœna Bookar hefur þar innfært, og sialfrar Ritningarennar Ord brwkad, so sem hann vottar i sijnum Formaala, fyrer fram- ann þa fyrstu hans Bœnabook, sem hann hefur sialfur wtganga laated Anno 1597. Enn gott være ad þeir sem Bibliu hafa, samanhæru þetta, so þeim kynne þvi helldur Guds Ord kunnugra og Minnis- stædara ad verda. Eirnen hef eg hier vid auka laated einu almennelegu Regestre yfer þessa Bœna Book, so þad mun audvelldt vera j snöggvu bragde ad finna og uppleita allar þær Bœner, sem hun hefur jnne ad hallda. Sömuleidis. er hier vidaukenn Viku Saungur D. Joh. Olearii hliodande uppa Drottens Dagsverk a sierhvörium Deige Sköpunarennar, med ödru þvi sem vidbored hefur a þeim Dögum i Nya Testamentenu ... Þá víkur biskup að því, af hverju liann tileinki Ragnheiði bókina og segir m. a.:

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.