Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1953, Blaðsíða 89

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1953, Blaðsíða 89
JOHANN GUNNAR OLAFSSON Matthías Jochumsson og Skagaf jörður Kvæði Matthíasar Jochumssonar skálds um Skagafjörð er eitt af stórfenglegustu ljóðum hans, svo þrungið af andagift og eld- legu fjöri, að furðu vekur. Að formi til er það einnig frábært og málsnilldin vekur djúpa aðdáun. Lýsingar allar eru svo hnit- miðaðar og ljósar, að betra verður ekki á kosið. Menn hafa verið sammála um það frá því kvæðið kom fyrir almennings sjónir, að það væri óvenjulegt listaverk og skipað því á bekk með því bezta, sem ort hefur verið á ís- landi. Kvæðið er alllangt, hver vísa tólf hend- ingar, en vísurnar þrettán að tölu. Manni dettur ósj álfrátt í hug við lestur kvæðisins, að svo stórfellt listaverk hafi ver- ið lengi í smíðum, margfágað og þaulhugs- að. Það kemur því á óvart, að það er ort á einni dagsstund. Með fáum orðum ætla ég að reyna, eftir því, sem föng eru á, að segja sögu þessa kvæðis. I kvæðasöfnum skáldsins er kvæðið talið ort árið 1890. Fullar sannanir eru fyrir því að þetta er rangt. Á árunum 1888—1891 gaf séra Matthías út hálfsmánaðarblað á Akureyri. Nefndi hann það Lýð og átti það aðallega að ræða menntamál og flytja fréttir. I 15. tbl. 1. árg., sem kom út 17. apríl 1889, er kvæðið Skagafjörður fyrst prentað, að undanskilinni einni vísu, sem prentuð er í næsta tbl., 2. maí 1889, vegna þess að hún hafði af vangá fallið niður. Engum blöðum er því um það að fletta, að um þessar mundir hefur þetta mikla kvæði orðið til. I ævisögu sinni, Sögukaflar af sjálfum mér, minnist séra Matthías ekki á kvæðið, og hef ég ekki heldur getað fundið neitt um það í bréfasafni því, sem Menningarsjóður gaf út. Haraldur Leósson, kennari á Isafirði, sem er Eyfirðingur að uppruna, hefur sagt mér, að það sé haft eftir Steingrími lækni, syni séra Matthíasar, að vetrarkvöld nokkurt, er stórhríð geisaði úti, hafi faðir hans komið fram úr skrifstofu sinni og spurt heimilis- fólkið, hvort það vildi ekki heyra kvæði, sem hann hefði þá lokið við að yrkja. Las hann því síðan kvæðið um Skagafjörð. Séra Matthías varð prestur á Akureyri ár- ið 1887. Áður hafði hann verið prestur að Odda á Rangárvöllum. Frá Reykjavík fór hann um vorið norður með strandferðaskip- inu Láru. Þá var hafís fyrir Norðurlandi og var nokkur tvísýna á því, hvort skipið kæm- ist inn á Skagafjörð og lengra austur með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.