Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1953, Blaðsíða 80

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1953, Blaðsíða 80
80 PÉTUR SIGURÐSSON villa er þó í nafni konungsins í ljósprentuðu útgáfunni, en aftur á móti í eintaki í Landsbókasafni, er útgefandi hafði fyrir sér. Eftir að ljósprentaða útgáfan kom út, eignaðist Landsbókasafn eintak af útg. 1580 prentað á skinn. Við lauslega athtigun á þessu eintaki kom í ljós, að ástæða var til að bera á ný saman þau blöð, sem eru ekki eins í öllum eintökum, og hafa sem flest eintök við þann samanburð. Skoðuð voru 3 eint. í Lbs. og 6 eint. í söfnum í Kaupmannahöfn; eintökin í Danmörku athugaði cand. mag. Ólafur Halldórsson fyrir mig. Þessi 9 eintök verða auðkennd þannig: 1578 A. Eint. í Kgl. Bibl., Kh., átt hefur Páll Jónsson. Eftir því er ljósprentaða útg. gerð. — B. Eint. í sama safni; átt hefur Brynjólfur sýslumaður Thorlacius. — C. Eint. í Landsbókasafni. — D. Eint. í Kgl. Bibl. prentað á skinn. 1580 A. Eint. í Lbs. prentað á skinn. — B. Eint. í Lbs. — C. Eint. í Háskólabókasafni, Kh. — D. Eint. í Kgl. Bibl.; átt hefur Þormóður Torfason. — E. Eint. í Kgl. Bibl.; titilbl. prentað á 18. öld. Dæmi um það, sem í milli ber: Bl. Aij r. 1.1 I. Magnvs 1.11 jdugliga 1.13 nockut Bl. Avij r. 1. 8—9 Aunguann skal til lausnar nefna | og þuiat 1578 A. II. Magnvs jdugliga Nockut Aunguann skal til lausnar nefna | og þuiat 1578 B; 1580 B, C, D, E. III. Mgasnv jduhliga nockut Aunguann skal til lausnarnefna | z þuiat 1578 C, D*; 1580 A Hér eru þá þrjár gerðir blaðanna Aij og Avij og allar til í útgáfum frá 1578. Það er því ljóst, að þessi afbrigði eiga ekkert skylt við þá endurskoðun, ef svo mætti kalla, sem gerð var 1580. Verð- ur síðar vikið aftur að þessu. Fyrsla blað í örkinni K var prentað upp 1580, textanum breytt og hann aukinn á 3 stöðum. En þetta blað var ekki sett upp einu sinni árið 1580, heldur tvisvar. I viðauka í 4. línu á aftari bls. stendur systrum í 1580 A, D og E, en Systrum í 1580 B og C. Líklegasta skýringin á þessu er sú, að prentararnir hafi gloprað niður letrinu, meðan þeir voru að prenta, þótt undarlegt megi virðast, að það hafi tvívegis hent við prentun blaðanna tveggja í 1. örk. Eða að þessi blöð hafi skemmzt, og þá tvívegis blöðin í 1. örk, nema hvorttveggja hafi komið fyrir. Ekki voru athuguð fleiri blöð í bókinni en þessi 3, sem áður var kunnugt um, að væru mismun- andi. Skinnbók Landsbókasafnsins er öll prentuð á uppskafninga, þ. e. blöð, sem skrifað hefur verið á áður og skriftin skafin af, nema Ki og öftustu blöðin fjögur. Blöðin tvö í örk A eru prentuð á upp- skafning, eins og hin blöðin í örkinni. Handrit þau, sem notuð hafa verið til þess að prenta bókina á, virðast öll hafa verið skrifuð á erlent skinn (til þess hafa verið teknar fleiri bækur en ein); aftur á móti virðist sem íslenzkt skinn hafi verið notað í Kt og öftustu blöðin. Ki hefur verið skorið frá K viij og nýprentaða blaðinu skotið inn í staðinn og það saumað inn með örkinni. Af þessu erljóst, að útgáfan 1580 er gerð á þann hátt, að skipt er um blað í örkinni K og 4 blöð sett fyrir 2 öftustu blöðin, auk þess sem merki, leiðréttingar og viðaukar er víða sett á spássíu, sbr. Monum. typogr. Isl. I 1578 D er Agnvs (í orðinu MAgnvs) skrifað með rauðuin lit; það er að öðru leyti í þessum flokki. Þessir stafir hafa verið skafnir út (eint. er pr. á skinn) vegna prentvillunnar og skrifað ofan í.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.