Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1953, Blaðsíða 73

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1953, Blaðsíða 73
SEXTÁNDU OG SEYTJÁNDU ALDAR BÆKUR 73 ÞORLÁKSSON, JÓN (um 1643—1712). Sin Elskelige oc H-kiere Broder | Hæderlig oc H0ylærde Mand | Theodoro | Thorlacio Islando | Paa hans Æris oc Magisterii Grads Annammelsis Dag j Som var den 27. Junii Anno 1667. Til en Broderlig Affections | ringe Testification oc Amindelse merita gratulatione posuit | Jonas Thorlacius Islandus. |—| Saa fort saa immerfort, 0 Broder Hiertekiere Med Lærdom, Dyd oc Konst, dig oc din | Slect at ære, Stræb flux ja idelig at du den Prisz kand naa Som vor Forældris Haab, oc 0nsk kand | ofvergaa. Oho huor ville det vor Salig Fader fryde Om hand i lefvend Ljff den Glæde maatte nyde. At see den Ære dig, nu lijmes aff en huer Som pnsker selff at naa den Titel du nu bær. Mens det er os alt nock at du hár ofvervundet Den Attraa-Haab oc 0nsk vort Huus hár effterstundet Ja lagt et Fundament, til större Naffn at naa. Om Gud med Tjden det vil ellers skicke saa. Det jeg dig 0nske vil at Gud dig vil beskære Saa at du udi Dyd, Forstand oc Konst maa være En Phænix for din Æt oc gandske Slectis Huus Ja skinne aff all Dyd som Islands andet Lius. Kipbenhaffn, | Tryckt hos Matthias Jprgensspn. [1667.] Fol. 1 bl., 24x15 cm. Höfundurinn er Jón Þorláksson sýslumaður, bróðir Þórðar biskups. Hann lærði í Hólaskóla, komst í þjónustu Ilenriks Bjelkes höfuðsmanns 1661 og fór utan, en ekki er hann skráður i stúdentatölu. Hann fór til íslands 1664, fór aftur utan 1665 og fékk Möðruvallaklaustur 1666. Það sama sumar lagði hann af stað til Islands, en Skotar hertóku skipið, og komst það ekki leiðar sinnar. Jón hefur orðið að fara aftur til Danmerkur til þess að sæta skipsferð til Islands árið eftir, og því hefur hann verið í Höfn, þegar Þórður fékk meistaranafnbót. Þetta sumar var ófriður milli Englendinga og Hollendinga og ránskapur mikill á höfum úti. Lítil sigling var því til Islands, en Danir sendu herskip með kaupförum þangað. Það kom í Hólminn 10. sept., og á því skipi kom Jón Þorláksson (Fitjaannáll, Annálar Bókmf. II, 212—13). Jón Þorláksson átti f deilum við Jón Eggertsson um klaustrið; gerðist sýslumaður í Múlaþingi. Hann fékkst nokkuð við ritstörf, en ekk- ert af því var prentað. Sjá ísl. æviskrár, III, 315. Eintak í Lbs.; hið eina, sem kunnugt er um. Á það er ýmislegt skrifað og krotað, m. a. Arngrím- ur Þorsteinsson a Lunde a Langa Sunde; skrifkuer Gudrunar Oddsdotter 1710; Gudlaug M. Gud- laug, með viðvaningslegri hendi (settletur; hin nöfnin fljótaskrift). Guðrún Oddsdóttir gæti verið dóttir Odds klausturhaldara Jónssonar, Arasonar prófasts í Vatnsfirði, og er tvennt sem styður það: hún átti dóttur, er Guðlaug hét, og Ragnheiður, föðursystir hennar, var síðasta kona Gísla biskups Þorlákssonar. Gæti þetta því einmitt verið eintak Gísla biskups. Guðrún Oddsdóttir er í manntali 1703 talin fósturdóttir Ragnheiðar biskupsekkju í Gröf á Höfðaströnd, þá 26 ára, sbr. og Lovsamling for Island I, bls. 638. Árið 1710 giftist hún séra Magnúsi Markússyni; þeirra sonur var Gísli biskup á Hólum og hefur borið nafn Gísla biskups Þorlákssonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.