Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1953, Side 80

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1953, Side 80
80 PÉTUR SIGURÐSSON villa er þó í nafni konungsins í ljósprentuðu útgáfunni, en aftur á móti í eintaki í Landsbókasafni, er útgefandi hafði fyrir sér. Eftir að ljósprentaða útgáfan kom út, eignaðist Landsbókasafn eintak af útg. 1580 prentað á skinn. Við lauslega athtigun á þessu eintaki kom í ljós, að ástæða var til að bera á ný saman þau blöð, sem eru ekki eins í öllum eintökum, og hafa sem flest eintök við þann samanburð. Skoðuð voru 3 eint. í Lbs. og 6 eint. í söfnum í Kaupmannahöfn; eintökin í Danmörku athugaði cand. mag. Ólafur Halldórsson fyrir mig. Þessi 9 eintök verða auðkennd þannig: 1578 A. Eint. í Kgl. Bibl., Kh., átt hefur Páll Jónsson. Eftir því er ljósprentaða útg. gerð. — B. Eint. í sama safni; átt hefur Brynjólfur sýslumaður Thorlacius. — C. Eint. í Landsbókasafni. — D. Eint. í Kgl. Bibl. prentað á skinn. 1580 A. Eint. í Lbs. prentað á skinn. — B. Eint. í Lbs. — C. Eint. í Háskólabókasafni, Kh. — D. Eint. í Kgl. Bibl.; átt hefur Þormóður Torfason. — E. Eint. í Kgl. Bibl.; titilbl. prentað á 18. öld. Dæmi um það, sem í milli ber: Bl. Aij r. 1.1 I. Magnvs 1.11 jdugliga 1.13 nockut Bl. Avij r. 1. 8—9 Aunguann skal til lausnar nefna | og þuiat 1578 A. II. Magnvs jdugliga Nockut Aunguann skal til lausnar nefna | og þuiat 1578 B; 1580 B, C, D, E. III. Mgasnv jduhliga nockut Aunguann skal til lausnarnefna | z þuiat 1578 C, D*; 1580 A Hér eru þá þrjár gerðir blaðanna Aij og Avij og allar til í útgáfum frá 1578. Það er því ljóst, að þessi afbrigði eiga ekkert skylt við þá endurskoðun, ef svo mætti kalla, sem gerð var 1580. Verð- ur síðar vikið aftur að þessu. Fyrsla blað í örkinni K var prentað upp 1580, textanum breytt og hann aukinn á 3 stöðum. En þetta blað var ekki sett upp einu sinni árið 1580, heldur tvisvar. I viðauka í 4. línu á aftari bls. stendur systrum í 1580 A, D og E, en Systrum í 1580 B og C. Líklegasta skýringin á þessu er sú, að prentararnir hafi gloprað niður letrinu, meðan þeir voru að prenta, þótt undarlegt megi virðast, að það hafi tvívegis hent við prentun blaðanna tveggja í 1. örk. Eða að þessi blöð hafi skemmzt, og þá tvívegis blöðin í 1. örk, nema hvorttveggja hafi komið fyrir. Ekki voru athuguð fleiri blöð í bókinni en þessi 3, sem áður var kunnugt um, að væru mismun- andi. Skinnbók Landsbókasafnsins er öll prentuð á uppskafninga, þ. e. blöð, sem skrifað hefur verið á áður og skriftin skafin af, nema Ki og öftustu blöðin fjögur. Blöðin tvö í örk A eru prentuð á upp- skafning, eins og hin blöðin í örkinni. Handrit þau, sem notuð hafa verið til þess að prenta bókina á, virðast öll hafa verið skrifuð á erlent skinn (til þess hafa verið teknar fleiri bækur en ein); aftur á móti virðist sem íslenzkt skinn hafi verið notað í Kt og öftustu blöðin. Ki hefur verið skorið frá K viij og nýprentaða blaðinu skotið inn í staðinn og það saumað inn með örkinni. Af þessu erljóst, að útgáfan 1580 er gerð á þann hátt, að skipt er um blað í örkinni K og 4 blöð sett fyrir 2 öftustu blöðin, auk þess sem merki, leiðréttingar og viðaukar er víða sett á spássíu, sbr. Monum. typogr. Isl. I 1578 D er Agnvs (í orðinu MAgnvs) skrifað með rauðuin lit; það er að öðru leyti í þessum flokki. Þessir stafir hafa verið skafnir út (eint. er pr. á skinn) vegna prentvillunnar og skrifað ofan í.

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.