Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1968, Page 102

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1968, Page 102
102 SVEINBJÖRN EGILSSON OG CARL CHRISTIAN RAFN tveggja, þ. e. hins kunna atviks úr Svoldarorustu, þar sem lýsingin á skipi Ólafs Tryggvasonar er fólgin í þeim áhrifum, er hin skipin óvinaflotans höfðu á áhorfend- ur, þá er þau sigldu fyrir Svold. (Þessi frásögn er víst skáldlegri en þegar Hómer kveður til allar níu sönggyðjurnar að minna sig á, er hann telur upp á heldur óskáld- legan hátt öll skip Grikkjanna - hér dottar sá góði Hómer.) Annað dæmi er úr Ljósvetninga sögu: í stað þess að segja, að Skeggi hinn rammi væri mestur og her- mannlegastur í flokkinum, segir söguritarinn, að þeir væru allir frábærir, en einn hafi þó vakið mesta athygli þeirra, sem sáu, sökum þess, að hann sýndist ríða fcl- aldi. En er þessi maður steig af baki, þá þótti sá hestur miklu mestur, er sá maður hafði riðið. - Hinir gömlu hafa löngum verið meistarar í því að nota hið einfalda og óbrotna máli sínu til skýringar; eins og Hómer fer að, þegar hann hefur lýst til fulls hinum glitprúða möttli Heköbu . . . , þá bætir hann því við í lokin, að hann hafi legið neðstur af möttlunum, en það hefur næstum ótrúleg áhrif.“ Eins og vænta mátti, réðst það svo, að Sveinbjörn sneri á latínu öllum Fcrnmanna- sögunum, ellefu bindum, er prentuð voru á árunum 1828-1842. En 12. bindinu. er prentað var 1846, sneri Grímur Thomsen. Það bindi kom út í hinum íslenzka flokki Fornmannasagna 1837, cg hafði Sveinbjörn raunar samið % hluta þess eða það, sem nú skal talið: Ríkisár Noregskonunga (frá 861-1263) og Danakonunga (frá 842—1259) og áratal markverðustu viðburða á Norðurlöndum frá 851-1273, vísur í Fornmannasögunum færðar til rétts máls, registur yfir hluti og efni og orðatíningur. Antiquitates Vinlandicae (eða Vinlandiæ), er Rafn skrifaði Sveinbirni sem ákafasl um vorið 1828 og Sveinbjörn þýddi í einum spretti um sumarið, kom ekki út fyrr en níu árum síðar (1837) og þá undir heitinu Antiquitates Americanae. Benedikt Gröndal getur þess í ævisögu Rafns framan við fyrrnefnda útgáfu á bréfum frá og til Rafns, að hann hafi þegar 1835 haft í hyggju að safna öllum forn- um heimildum norrænum, er lytu á einhvern liátt að sögu Bretlandseyja, og gefa þær út á svipaðan hátt og var um útgáfu Antiquitates Americanae. En þessi ráðagerð náði aldrei fram að ganga. Hins vegar beitti Rafn sér fyrir, á vegum Hins norræna forn- fræðafélags, útgáfu þriggja binda verks (1835—1845) um Grænland, Grönlands histor iske Mindesmærker, og lagði Finnur Magnússon drýgstan skerf til þess. Loks sneri Rafn sér í Austurveg, safnaði heimildum, er lutu að ferðum norrænna manna þangað austur, og gaf út á vegum Hins norræna fornfræðafélags í tveimur bindum 1850-52: Antiquités Russes d’aprés les monuments historiques des Islandais et des anciens Scandinaves. Sveinbjörn vann nokkuð að þessu verki með Rafni, sneri t. a. m. veturinn, sem hann var í Kaupmannahöfn (1845-46), Hervarar sögu hinni meiri og minni, ásamt ýmsum fleiri köflum úr fornsögum á latínu, ennfremur landfræðiköflunum úr Stjórn, sumarið 1851, og er það allt prentað í Antiquités Russes. Rafn stefndi að því að gefa út enn annað safnverk, er lyti að skiptum norrænna manna við Asíuþjóðir, og skyldi það heita Antiquités de l’Orient, en það komst aldrei á prent. v
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.