Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1968, Side 104

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1968, Side 104
104 SVEINBJÖRN EGILSSON OG CARL CHRISTIAN RAFN seifsdrápuþýðingarinnar]. Ég varð að slíta mig frá Ezekíel í sumar vegna Knytlingu, og þótti mér þó hitt miklu skemmtilegra. En þá tekur ekki betra við, þegar Snorra-Edda kemur, ég held ég drepist af leiðindum yfir henni.“ í þessu sama bréfi víkur Sveinbjörn sérstaklega að orðabókarverki sínu og eins Hall- gríms Schevings, og verður ekki framhjá þeim bréfkafla gengið, þegar fjallað er um þennan þátt í störfum Sveinbjarnar. Kaflinn er á þessa leið: „Uti er um það núna, að Bókmenntafélagið geti tekið orðabók Schevings, hann fæst ekki til að redigera hana, heldur vill alltaf vera að safna, hvað eð ogso er mikið gott, en langt um skemmtilegra og fyrirhafnarminna. Það er heldur engum unnt að redigera hana, so honum líki, enn þótt hann ekki vilji gera það sjálfur. So ég býst ekki við öðru en hún hírist hjá honum, þar til hann fellur frá, hvörja ráðstöfun sem hann so gerir fyrir henni. Þér viljið máske segja, að mér sé nær sjálfum að gefa út poetiska lexiconið mitt! Mér sýnist það ríða minna á því, því enginn eða mjög fáir hirða um vísurnar, og það er líka, að mér finnst, þeirrar náttúru, að prosaisk orðabók ætti að vera komin á undan, því fyrr er ekki alséð, hvað er poetiskt og hvað prosaiskt. En þótt ég í mínum conceptum engan mun hafi þar á gert, heldur tekið jafnt það poetiska og prosa- iska allvíðast eða þar sem góðar bækur voru eftir að ganga, gekk mér það lil þess að sýna aldur orðanna, eins þeirra hvörsdagslegu, því það er óyggjandi, að óbrjálaðra er málið í vísum en öðru, þá á allt er litið, en í prósa, því afskrifarar hafa hér oft sett klausur og meiningar í annað form en áður var, en slíkar breytingar gera þeir ekki venjul. á vísum nema í einstaka orðum. Þar næst er líka hæpið að gefa út orðabók yfir vísurnar, fyrr en Snorra-Edda með öllum sínum dilkum og kálfum er farin að hlaupa um stekkinn; auk þess að maður getur eilíflega verið að grauta innan um þetta og kannske aldrei komizt að því rétta, því það gildir í því philologiska eins og öðru, quot capita, tot sensus.“- Þótt orðabókarverkið sækti þannig aftur á Sveinbjörn, dróst enn, að hann gæti snúið sér að því af alefli. í bréfi, sem hann skrifar Rafni 31. maí 1840, sjáum vér þó, að hann hefur þá fyrir tilmæli Rafns í bréfum 9. marz og 1. apríl sent honum dálítið sýnishorn skáldamálsorðabókarinnar, „ef hægt er að kalla hana því nafni, lok bók- stafsins y, ásamt þ, æ og ö, alls 14 skrifuð blöð.“ Hann kveðst ennfremur hafa nokk- urn veginn tilbúna stafina A, B, D og E, en slær varnagla með öllu verkinu, það þurfi enn mikillar athugunar við. Af bréfi Sveinbjarnar til Rafns 10. september 1840 sjáum vér, að Rafn hefur skrifað honum tvö bréf 3. júlí og rætt við hann orðabókarverk hans og nánari tilhögun þess. En þetta sumar hefur verið Sveinbirni erfitt, kona hans legið veik tólf vikur og hann „ekkert skrifað, nema neyðzt til að böðla af Odysseunni einhvörneginn, því Progarmurinn á nú að koma út um þ. 18 þessa mán. og þeir komnir langt með hann í prentsmiðjunni“, eins og hann orðar það í bréfi til Jóns Sigurðssonar þennan sama dag (10. sept.).1 1 Lbs. 595 4to.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.