Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1968, Page 137

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1968, Page 137
ÓLAFUR F. HJARTAR ÍSLENZK BÓKAÚTGÁFA 1887 - 1966 Stjórn Bóksalafélags íslands hefur góðfúslega veitt leyfi til að prenta að nýju „Skýrslu um bókaútgáfu 1888-1962“, sem birtist í afmælisriti félagsins 1964. Sú greinargerð, sem hér birtist, nær hins vegar yfir áttatíu ára tímabil. Tölur úr fyrri skýrslu taka nokkrum breytingum vegna viðauka, sem birzt hafa í Árbók Landsbóka- safns. Heimildir mínar um bókaútgáfu frá ofangreindum árum eru Ritaukaskrár Lands- bókasafnsins 1887-1943, Árbækur 1944^-1965 og handrit að Árbók 1966. Má gera ráð fyrir einhverri aukningu árið 1966, þar sem skráningu var vart að fullu lokið, þegar gengið var frá þessari skýrslu. Hér eru taldar bækur, sem ná því að vera 16 blaðsíður. Taldi ég rétt að ganga ekki alveg fram hjá smáprenti, sem getur verið þýðingarmikið. Fer gildi bókar ekki alltaf eftir fyrirferðinni eða tölu blaðsíðna. Tala bóka verður því nokkru hærri en útgefendur telja, enda er ýmislegt, sem út er gefið, ekki á þeirra vegum. Má t. d. nefna rit, sem hið opinbera gefur út, rit bæjar- og sýslufélaga, einkaprent, skóla- skýrslur o. fl. Sérprentanir úr tímaritum og einstökum ritum eru ekki taldar með. Aftur á móti eru taldar sérprentanir úr blöðum, ef þær fá nýjar tölusettar blaðsíður og titilblað. Stundum hef ég talið hentugra að víkja frá efnisflokkum í skrám Landsbókasafns- ins. Ekki eru alltaf glögg skil milli þýddra og frumsaminna skáldrita, einkum ef um safnrit er að ræða, en tala þeirra er ekki há. Efnisflokkar eru 32 og raðað í stafrófsröð eftir heitum. Flokknum um bókmenntir er skipt í átta greinar. Þá eru taldar bækur án ártals, og þær eru í raun og veru fleiri, en sumar tímasettar í bókaskrám Halldórs Hermannssonar eða í skrám Landsbókasafns. Að lokum er skýrt frá tölu tímarita og blaða á umræddu tímabili. Fróðlegt er að virða fyrir sér nánar niðurstöðutölur einstakra flokka. Um bindindismál hafa verið gefnar út 194 bækur. Áþekkir flokkar eru eftirfarandi: framhaldslíf, draumar og dulspeki 166, heimilisstörf 121, heimspeki, sálarfræði og sið- fræði 147, iðnaður 137, íþróttir 165, skemmtanir 142 og verkfræði 155. Það er rétt að benda á, að þrátt fyrir aukna iðnvæðingu, eru tiltölulega fáar bækur gefnar út um iðn- að og verkfræði.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.