Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1968, Qupperneq 138

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1968, Qupperneq 138
138 ÍSLENZK BÓKAÚTGÁFA 1887-1966 Bækur um bókfræði og bókasöfn eru 228. Aðrir flokkar svipaðir að magni eru eftir- farandi: félög, félagsmál og stofnanir 291, sjávarútvegur 231, stærðfræði 232 og tryggingar 269. Flokkinn um tryggingar mætti telja með félagsmálum, en hann er merkur þj óðfélagsþáttur. Bækur um bókmenntasögu eru aðeins 70 að tölu. Er það lægsti flokkurinn og heldur lægri en tala þýddra ljóðabóka, sem er 83. Þess ber þó að gæta, að margar greinar um bókmenntir birtast í tímaritum á þessu árabili. Eins og áður segir, er bókmenntaflokknum skipt í átta greinar. Fyrst koma frumsamdar barnabækur. Það er lærdómsríkt að sjá, hve tala þeirra fer vaxandi á síðari árum, 1938 10, 1958 28, en þá verður talan hæst. Árið 1951 eru gefnar út 27 frumsamdar barnabækur, en 23 þýddar. En heildartala þýddra barnabóka á þessum árum er 986 á móti 531 frumsaminni. Hefur hlutur þýddra barnabóka vaxið mjög á síðari árum. Fyrst fer talan yfir tug 1937, 1944 22, 1947 40, 1957 59 og 1960 68, en það er hæsta talan, og aðeins komu út 17 frumsamdar barnabækur það ár. Bréf, ritgerðir, ræður, fyndni o. fl. er lítil grein að vöxtum. Lítill munur er á heildar- tölu bóka í þessari grein og íslenzkum fornritum, 282 á móti 301. Hver skyldi trúa því að óreyndu, að tala frumsaminna ljóðabóka sé hærri en tala frumsaminna skáldrita? Hlutfallið milli þessara greina er 1257 á móti 1128. Hafa því verið gefnar út 129 fleiri Ijóðabækur en skáldrit (skáldsögur og leikrit) á þessu tíma- bili. Tala ljóðabóka sum árin er ótrúlega há, t. d. 1906 22, og oft yfir tvo tugi síðan, en hæsta talan er 1946 40, nokkur ár þrír tugir og meira, sem sjá má á skýrslunni. Tala frumsaminna skáldrita fer yfirleitt hækkandi eftir 1934. Hæst kemst talan 1951, en þá eru gefnar út 39 bækur. Aldamótaárið 1900 gat ég ekki séð, að neitt skáldrit væri gefið út hér á landi, og má það heita undarleg tilviljun. Þýdd skáldrit er stærsta grein bókmennta og jafnframt sú hæsta að tölu í öllum flokkunum. Ut hafa verið gefnar 2429 bækur eða 12.23% af niðurstöðutölunni. Þetta er eina greinin, þar sem árleg tala bóka fer yfir hundrað, eða eins og hér segir: 1945 104, 1946 109, 1947 110 og 1948 124. En síðan fara þessar tölur talsvert lækkandi. 13 ár af þessum 80 eru engin íslenzk fornrit gefin út. Heildartala þeirra er 301, eins og fyrr segir. Samtals eru í flokknum um bókmenntir 6997 bækur eða 35.17%. Bækur um læknisfræði eru 372, Aðrir flokkar áþekkir að magni eru lögfræði 344, samgöngur 344, tónlist og aðrar listir 334, verzlun og viðskipti 361 og þjóðsögur og sagnaþættir 300. Áhugi á ýmsum þjóðlegum fróðleik hefur aukizt síðustu ár. Tala bóka um náttúrufræði er 437. Fyrir aldamót komu fáar bækur út í þessum flokki og sum árin engar, en talan fer hækkandi um og eftir 1930. Bækur um málfræði eru 563. Allflest ár hafa bækur komið út í þessum flokki, og munu skólarnir ekki sízt renna stoðum undir útgáfuna. Bækur um landafræði og ferðir eru 614. Hefur flokkur þessi vaxið í hlutfalli við áhuga almennings. Bækur um landbúnað eru 603. Alltaf virðast nokkrar bækur hafa verið gefnar út í þessum flokki, nema árið 1907. Nokkru hærri en áðurnefndir tveir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.