Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1975, Síða 121

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1975, Síða 121
HORFUR í AMERÍSKUM BÓKASAFNAMÁLUM 121 varðveizlu mikilla safna frá löngu horfinni tíð. Við höfum því einbeitt okkur að not- endum safnanna engu síður en bókunum og enn meir að þeim upplýsingum, sem leitað var eftir, en þeim söfnum, sem geymdu þær. Við eigum þess vegna líklega auðveldara með að hugsa okkur söfn án svokallaðra bóka (gagnabanka) eða vélar sem tæki til að miðla upplýsingum. En því aðeins nýtist að nýjungum véltækninnar eða hvaða ráðabreytni sem er í bókasafnaþjónustu, að ekki bregðist það gamla krosstré: starfslið safnanna. Eigi nýj- ar aðferðir að ná fram að ganga, þurfa menn endurmenntunar við og nýs viðbúnaðar, auk þess sem viðhorf þeirra hljóta að breytast. Bókvarðaskólarnir eru þegar farnir að laga sig að þessu með því að gera upplýsingaþáttinn miklu gildari en hann hefur verið í bókavarðamenntuninni. Margir skólanna leggja nú minni áherzlu á bókina, safnið, fræðimennskuna en tíðkazt hefur í kennslunni til þessa, en hverfa í staðinn að námsefni, þar sem miðlun þekkingar situr í fyrirúmi. Bókasöfn skólanna höfðu þegar gengið á undan og kennt sig við hið breytta hlutverk (School Media Centers) og starfs- menn þeirra á sama hátt (Media Specialists). Einn bókavarðaskóli hefur þegar sleppt bóka-liðnum úr nafni sínu og heitir nú framvegis: School of Communication Studies (þ. e. skóli, þar sem lögð er stund á hvers konar miðlun þekkingar). Margir aðrir hafa bætt við heiti sitt orðum sem Information Science (upplýsingavísindi) til þess að vekja almenna athygli á hinum breyttu viðhorfum. Áður urðu allir nemendur að sækja eitt námskeið í sögu bóka, prentlistar og safna, en nú er þetta orðin valgrein í flestum skólum. Fyrrum var bókavörðum talið skylt að kunna a. m. k. eitt erlent tungumál, en nú er talið jafngilt að kunna skil á vélmáli. Meiri stærðfræðiþekking er nú sett sem skilyrði fyrir inngöngu, og nám í tölfræði er nú iðulega tekið við í stað náms í sagnfræðilegum eða bókmenntasögulegum rannsóknaraðferðum, er fyrrum var mjög vinsælt. Ætla verður, að þeir, sem brautskrást frá slíkum skólum nú á dögum, fái ráðið við hin nýju verkefni án þess að verða að gjalti, ekki sízt þegar litið er á þá menntun, sem þeir öðlast, og lífsreynslu núlifandi kynslóðar, sem gengur að útvarpi, kvikmyndum og sjónvarpi eins og mat sínum og snýr sér síðan að bókunum (en ekki öfugt eins og er um mína kynslóð). Hitt vitum við svo ekki enn, hvað kann að hafa tapazt, þegar þessar róttæku breytingar verða á orðnar. Það hefur ennfremur gerzt ekki alls fyrir löngu á sviði bókavarðamenntunar, að fallizt hefur verið á, að stöður í safni hljóti að vera misjafnlega ábyrgðarmiklar, eigi það að veita góða þjónustu, og búa verði menn undir þær á misjafnlega rækilegan hátt. Ameríska bókavarðafélagið viðurkennir tvo flokka aðstoðarmanna í söfnum - tæknimenn og aðstoðarbókaverði - en af þeim er ekki krafizt eins árs eða lengra fram- haldsnáms í háskóla eins og þeim, er gegna ábyrgðarmeiri safnstöðum og rétt hafa til að nefnast bókaverðir. I þeim greinarmun, sem þannig er gerður á háttbundnum störfum og kunnáttu - en hvorugs verður án verið í daglegum rekstri bókasafna - og þeirri vinnu, sem verja verður til skipulagningar, samræmingar, til þess að vega og meta úrræði og reyna nýjungar í söfnum, ætli þau að laga sig að breyttum þjóðfélags- háttum, eru fólgnar vísbendingar um framtíð bókasafna og bókavarðamenntunar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.