Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1983, Side 5

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1983, Side 5
Finnur Sigmundsson fyrrverandi landsbókavörður Fœddur 17.febrúar 1894. Dáinn 24. júní 1982. Finnur Sigmundsson fæddist á Ytrahóli í Kaupangssveit 17. febrúar 1894, sonur Sigmundar bónda þar Björnssonar og konu hans, Frið- dóru Guðlaugsdóttur frá Þröm í Garðsárdal. Friðdóra var systir þeirra kunnu bræðra Kristins og sr. Sigtryggs á Núpi, og minntist Finnur þeirra fagurlega í viðtali, er Valtýr Stefánsson átti við hann og birt var á sextugsafmæli hans 17. febrúar 1954. Þar segir hann svo m. a.: „Þeir bræður, sr. Sigtryggur og Kristinn, ólust upp á Þröm í Garðsárdalnum. Þó föðurleifð þeirra væri dalakot, var hún menning- armiðstöð sveitarinnar í mörg ár. Meðan bræðurnir voru heima, gáfu þeir út skrifað sveitarblað, er gekk á milli bæjanna og hét „Vísir“. Einir sex árgangar af þessu skrifaða blaði eru til í Landsbókasafninu með hendi afa míns, Guðlaugs. Bræðurnir á Þröm voru forgöngumenn að félagsskap, er nefndist „Menntavinafélag“ og beitti sér fyrir ýmsum menningar- og fram- faramálum sveitarinnar.“ Finnur kveðst í viðtalinu allt frá bernsku hafa kunnað vel við sig, þar sem hann hafði tækifæri til að umgangast bækur, og því hafi hann ráðizt til náms í bókbandsiðn á bókbandsstofu Sigurðar Sigurðssonar á Akureyri, en skólaganga þá ekki hvarflað að sér. Atvik, er hann lýsir, réðu því, að hann hóf nám í Gagnfræðaskól- anum á Akureyri og lauk þaðan prófi 1917. Fimm árum síðar tók hann stúdentspróf utanskóla í Reykjavík og hófum haustið 1922 nám í norrænum fræðum við Háskóla íslands. Efnin voru lítil, og segist Finnur ekki vita, hvernig farið hefði, ef sr. Sigtryggur móðurbróðir hans hefði ekki stutt hann bæði með ráðum og dáð. Finnur kvæntist 1924 Kristínu Aðalbjörgu Magnúsdóttur bónda að Bitru í Eyjafirði, Tryggvasonar. Hann varð því brátt að hyggja að

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.