Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1983, Page 6

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1983, Page 6
6 FINNBOGI GUÐMUNDSSON einhverju starfi, og lögðust honum þá til þingskriftir og prófarkalestur á vegum Alþingis. Finnur kvaðst hafa verið meðal hinna fyrstu, er gengu undir þingskrifarapróf, fékk þar hæstu einkunn og komst þannig í þingskrifarahópinn. Um próf þetta annaðist fyrir Alþingi Guðmundur Finnbogason, og telur Finnur, að atvik þetta hafi stutt að því, að hann fékk síðar aðstoðarmannsstöðu við Landsbókasafnið, en hana hlaut hann 1929, árið eftir að hann lauk meistaraprófi við Háskólann. Launin voru lág, raunar lægri en hann hafði á skrifstofu Alþingis, en Finnur lét það ekki á sig fá, því að nú rættist sá draumur hans „að hafa innileg afskipti af bókum“, eins og hann kemst að orði í fyrrnefndu Morgunblaðsviðtali við Valtý Stefánsson. Finnur segir, að hann hafi allt frá fyrsta degi í Landsbókasafni kunnað vel við sig og því haldið áfram, þótt launin væru lág. „En aldrei kom mér það til hugar á þeim árum að takast nokkurn tíma á hendur nokkra ábyrgðarstöðu við Landsbókasafnið. Mátti ég ekki til þess hugsa.“ Að því hlaut þó að draga, slíkur starfsmaður sem hann reyndist. í seinasta bréfi, er faðir minn, Guðmundur Finnbogason, ritaði dóms- og kirkjumálaráðuneytinu í landsbókavarðartíð sinni, þakkar hann fyrst þá lausn frá embætti, er sér hafi verið veitt frá 31. maí 1943, en segir síðan: „Með því að dr. Þorkell Jóhannesson 1. bókavörður Landsbóka- safnsins hefir nú frá sama tíma verið skipaður eftirmaður minn og skipa verður mann í stöðu hans, leyfi ég mér að leggja til, að sú staða verði veitt mag. Finni Sigmundssyni, sem verið hefir aðstoðarbóka- vörður hér síðan haustið 1929 og jafnan unnið safninu með trú og dyggð og leyst þar af hendi með prýði mörg þau störfin, er mesta þekkingu og vandvirkni þarf til að vinna. Það er mikilsvert, að fyrsti bókavörður sé þaulkunnugur öllum vinnubrögðum safnsins og fær um að leysa þau af hendi í viðlögum, og til þess treysti ég engum betur en mag. Finni Sigmundssyni.“ Finnur hafði þó ekki langa viðdvöl í þessari stöðu, því að ári síðar, þegar Þorkell Jóhannesson varð prófessor í sögu við Háskólann, var Finnur Sigmundsson skipaður landsbókavörður, og gegndi hann þeirri stöðu í samfellt tuttugu ár. Finnur hafði ekki verið lengi í embætti, er hann 31. október 1944 ritaði fjárhagsnefnd efri deildar Alþingis bréf og hóf á þessa leið: „Ég leyfi mér að vekja athygli háttvirtrar fjárhagsnefndar á því, að

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.