Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1983, Síða 6

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1983, Síða 6
6 FINNBOGI GUÐMUNDSSON einhverju starfi, og lögðust honum þá til þingskriftir og prófarkalestur á vegum Alþingis. Finnur kvaðst hafa verið meðal hinna fyrstu, er gengu undir þingskrifarapróf, fékk þar hæstu einkunn og komst þannig í þingskrifarahópinn. Um próf þetta annaðist fyrir Alþingi Guðmundur Finnbogason, og telur Finnur, að atvik þetta hafi stutt að því, að hann fékk síðar aðstoðarmannsstöðu við Landsbókasafnið, en hana hlaut hann 1929, árið eftir að hann lauk meistaraprófi við Háskólann. Launin voru lág, raunar lægri en hann hafði á skrifstofu Alþingis, en Finnur lét það ekki á sig fá, því að nú rættist sá draumur hans „að hafa innileg afskipti af bókum“, eins og hann kemst að orði í fyrrnefndu Morgunblaðsviðtali við Valtý Stefánsson. Finnur segir, að hann hafi allt frá fyrsta degi í Landsbókasafni kunnað vel við sig og því haldið áfram, þótt launin væru lág. „En aldrei kom mér það til hugar á þeim árum að takast nokkurn tíma á hendur nokkra ábyrgðarstöðu við Landsbókasafnið. Mátti ég ekki til þess hugsa.“ Að því hlaut þó að draga, slíkur starfsmaður sem hann reyndist. í seinasta bréfi, er faðir minn, Guðmundur Finnbogason, ritaði dóms- og kirkjumálaráðuneytinu í landsbókavarðartíð sinni, þakkar hann fyrst þá lausn frá embætti, er sér hafi verið veitt frá 31. maí 1943, en segir síðan: „Með því að dr. Þorkell Jóhannesson 1. bókavörður Landsbóka- safnsins hefir nú frá sama tíma verið skipaður eftirmaður minn og skipa verður mann í stöðu hans, leyfi ég mér að leggja til, að sú staða verði veitt mag. Finni Sigmundssyni, sem verið hefir aðstoðarbóka- vörður hér síðan haustið 1929 og jafnan unnið safninu með trú og dyggð og leyst þar af hendi með prýði mörg þau störfin, er mesta þekkingu og vandvirkni þarf til að vinna. Það er mikilsvert, að fyrsti bókavörður sé þaulkunnugur öllum vinnubrögðum safnsins og fær um að leysa þau af hendi í viðlögum, og til þess treysti ég engum betur en mag. Finni Sigmundssyni.“ Finnur hafði þó ekki langa viðdvöl í þessari stöðu, því að ári síðar, þegar Þorkell Jóhannesson varð prófessor í sögu við Háskólann, var Finnur Sigmundsson skipaður landsbókavörður, og gegndi hann þeirri stöðu í samfellt tuttugu ár. Finnur hafði ekki verið lengi í embætti, er hann 31. október 1944 ritaði fjárhagsnefnd efri deildar Alþingis bréf og hóf á þessa leið: „Ég leyfi mér að vekja athygli háttvirtrar fjárhagsnefndar á því, að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.