Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1983, Side 7

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1983, Side 7
FINNUR SIGMUNDSSON 7 í launalagafrumvarpi því, sem nú mun vera til athugunar hjá nefndinni, eru bókaverðir við Landsbókasafnið settir skör lægra um launakjör en menntaskólakennarar, og vænti ég, að það stafi fremur afvangá þeirra, er um frumvarpið hafa fjallað, en því, að ástæða þyki til þess að gera hlut bókavarðanna rýrari. Um menntun og starfs- hæfni bókavarða og menntaskólakennara eru gerðar mjög svipaðar kröfur." En bréfinu lýkur hann svo: „Landsbókasafnið er gömul og merkileg stofnun. Launakjör starfs- manna þess hafa jafnan verið mjög rýr, og hafa bókaverðir orðið að sinna aukastörfum til þess að afla daglegra nauðsynja. Þetta hefir vitanlega bitnað á stofnuninni, og því eru þar fleiri verkefni óleyst en vera myndi, ef bókaverðir hefðu búið við sæmileg launakjör og getað gefið sig alla að málefnum safnsins. Tel ég mjög mikilsvert, að þetta gæti færzt í betra horf. Safnið getur ekki vænzt þess að halda góðum starfsmönnum til lengdar, ef launakjör eru þar verri en við önnur sambærileg störf.“ Finnur skildi hið fornkveðna, að þá verður eik að fága, er undir skal búa. Menn verða að hafa metnað fyrir hönd þeirrar stofnunar, er þeir starfa við, en mega ekki líta á hana sem einhvern stað, er þeir láta fyrirberast á tiltekinn tíma hvern dag. Þegar vegur var lagður milli Safnahússins og Þjóðleikhússins, stóð fyrst til að leggja hann allt að Safnahúsinu, en þá setti Finnur fótinn fyrir og sagði: „Hingað og ekki lengra,“ og var þá látið undan. Finnur hóf útgáfu Árbókar Landsbókasafns 1945, með Árbókinni 1944, en hún leysti af hólmi Ritaukaskrá safnsins, er komið hafði út síðan 1888. Árbókin var jafnframt málgagn safnsins, þar sem landsbókavörður gaf skýrslu um starfsemi safnsins á liðnu ári og hreyfði ýmsum hugmyndum, er til úrbóta og framfara horfðu. Ennfremur tók hann að birta margar ágætar ritgerðir í Árbókinni, svo að hún varð vinsælt og vel metið rit meðal íslenzkra bókamanna og jafnframt víða kunn erlendis. Hinn snjalli bókagerðarmaður Hafsteinn Guðmundsson var fenginn til að velja henni letur og snið, og prentaði hann Árbókina um langt árabil. Kreppuárin voru nú liðin og áhugi og skilningur á þörfum hinna ýmsu menntastofnana þjóðarinnar fór heldur vaxandi. Starfslið safnsins jókst nokkuð, þótt ekki yrðu allir sáttir við það, eins og lesa má um í Alþingistíðindum 1949, þegar miklar umræður urðu á Alþingi um fjölda bókavarða við safnið í sambandi við setningu nýrra laga um það.

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.