Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1983, Page 8

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1983, Page 8
8 FINNBOGI GUÐMUNDSSON Finnur eygði mikla möguleika í nýrri myndatækni, aflaði véla til safnsins, en erfiðara reyndist bæði þá og síðar að fá nægilegt fé til að nýta vélarnar sem skyldi. Ný lög voru sem fyrr segir sett um Landsbókasafn 1949 og önnur um prentskil ári síðar, og var að hvorumtveggja mikil bót. 1956—1957 var að störfum nefnd til að athuga, „hvort fjárhagslega og skipulags- lega muni eigi hagkvæmt að sameina Háskólabókasafn og Lands- bókasafn að einhverju eða öllu leyti,“ en þar komu fram tillögur, sem rætast munu í hinni nýju Þjóðarbókhlöðu, sem nú er í smíðum. Finnur reifaði þessi mál í Arbók safnsins, en vissi sem var, að yngri menn yrðu að leiða þau fram til sigurs síðar, ef þeim þá entist aldur til þess! Fyrir Finni Sigmundssyni var bóka- og handritasafn ekki dauður geymslustaður, heldur lifandi heimur, sem hann vildi ljúka upp fyrir samferðamönnum sínum. Hann unni íslenzkum fræðum og sýndi með margvíslegum útgáfum sínum, hvern auð þjóðin átti í kveðskap sínum og þjóðsögum og ekki sízt í bréfum bæði lærðra og leikra, karla og kvenna. Finnur hafði rniklar mætur á rímum, ritaði um þær fróðlega grein í Tímann 12. janúar 1929. Hann gaf á 6. áratugnum út ýmsar rímur á vegum Rímnafélagsins (Rit Rímnafélagsins IV, VI, VII og IX), en hafði áður gefið út með öðrum Olgeirs rímur danska I og II, 1947. Hann vann um langt árabil í ígripum að Rímnatali því hinu mikla, er út kom á vegum Rímnafélagsins 1966. Annað stórvirki vann hann í útgáfu Ritsafns Bólu-Hjálmars í 6 bindum 1949-60. Þjóðsögur og annar þjóðlegur fróðleikur var honum ekki síður hugleikinn en rímurnar og kvæði Bólu-Hjálmars, eins og söfn hans votta, Amma, þjóðleg fræði og skemmtun I-IV 1935-41, ný útgáfa 1961, og Menn og minjar, íslenzkur fróðleikur og skemmtun I—IX, 1946-60. Þá gaf hann út 1962 Þjóðsögur og sagnir Torfhildar Hólm. Kunnastur er Finnur þó fyrir bréfabindin mörgu, er hann gaf út hvert af öðru, en þau voru: Húsfreyjan á Bessastöðum, 1946, Sonur gullsmiðsins á Bessastöðum, 1947, Úr fórum Jóns Arnasonar, sendibréf I—II, 1950-51, Sendibréf frá íslenzkum konum, 1952, Ólafur Davíðsson: Ég læt allt fjúka, 1955. Þá kom heill flokkur, íslenzk sendibréf I-VII (Skrifarinn á Stapa, Biskupinn í Görðum, Konur skrifa bréf, Hafnarstúdentar skrifa heim, Dr. Valtýr segir frá, Gömul Reykjavíkurbréf, Geir biskup góði), 1957-66.

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.