Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1983, Qupperneq 9

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1983, Qupperneq 9
FINNUR SIGMUNDSSON 9 í upphafl formála fyrir næstseinasta bindinu í þessum stóra flokki segir Finnur svo: „Nítjánda öldin var öld mikilla bréfaskrifta á íslandi. Sendibréfið var ekki einungis vettvangur einkamála, það gegndi jafnframt að nokkru leyti hlutverki blaða, síma og útvarps, flutti almennar fréttir og skemmtiefni, stundum margvíslegar hugleiðingar um landsins gagn og nauðsynjar, sem ekki var kostur að koma á framfæri með öðrum hætti. Menn skrifuðu vinum og kunningjum sér til afþreyingar og tómstundagamans í fásinni strjálbýlisins, og pósturinn var jafnan kærkominn gestur. Tækni tuttugustu aldarinnar og margvísleg fjölmiðlunartæki, bættar samgöngur og fleira hefur dregið úr þörf manna á bréfaskriftum. Pó eru enn skrifuð sendibréf, sem síðar munu þykja merkilegar heimildir. Það er mikill misskilningur, sem stund- um heyrist, að sendibréf nútímans séu nær eingöngu viðskiptabréf. Þau bréf frá tuttugustu öld, sem borizt hafa Landsbókasafni, og þau skipta þúsundum, segja allt aðra sögu. Þau munu um sumt, þegar tímar líða, ekki þykja síðri heimildir en blöð, samtímakvikmyndir og segulbönd. Það er skiljanlegt og fullkomlega eðlilegt, að ungt fólk horfi fremur fram á veginn en til baka. Þó mun flestum íslendingum í blóð borin löngun til nokkurrar vitneskju um líf og hagi þeirra kynslóða, sem búið hafa á sömu slóðum og látið eftir sig ýmsar forvitnilegar minjar. Gömul sendibréf, þó hvorki séu stórbrotin né efnismikil ritverk, bregða oft upp glöggum og stundum óvæntum myndum úr lífsbar- áttu og lífsnautn genginna kynslóða. Þau vekja ósjaldan löngun til nánari kynna á mönnum og málefnum og eru að því leyti hollur lestur.“ Betri grein verður ekki gerð í stuttu máli fyrir gildi sendibréfanna, enda enginn kannað þau rækilegar en Finnur Sigmundsson né verið lagnari að búa þau af smekkvísi í hendur lesendum. Finnur átti enn eftir að gefa út nokkur bréfabindi, hið fyrsta 1967, er nefndist Saga í sendibréfum, Þættir úr ævi sr. Sigtryggs á Núpi. Hið næsta kom 1970, Þeir segja margt í sendibréfum, en lestina reka svo tvö bindi árið 1975, Skáldið, sem skrifaði Mannamun, og Vesturfarar skrifa heim, Frá íslenzkum mormónum í Utah. Voru þá bréfabindin orðin 17 á 30 árum, og sýnir það bezt, hver eljumaður Finnur var, því að samtímis vann hann að ýmsum öðrum verkum, svo sem fram hefur komið hér að framan.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.