Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1983, Page 10

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1983, Page 10
10 FINNBOGI GUÐMUNDSSON Pað var því ekki að ófyrirsynju, að Háskóli íslands heiðraði hann á fimmtugsafmæli sínu 1961, er Finnur var kjörinn heiðursdoktor af lteimspekideild skólans. Finnur Sigmundsson sló ekki slöku við um dagana, vann fyrst Alþingi og síðan Landsbókasafni lungann úr deginum, en ílýtti sér svo heim og settist við skriftir, og hefur þá oft verið framorðið, er hann lagði frá sér pennann. Sumarleyfi og langferðir út um lönd voru honum víðs 5arrh þótt hann nyti vel þeirrar einu utanlandsferðar, er hann fór um dagana, til írlands og Danmerkur. Þótt Finnur Sigmundsson væri ekki ýkja mannblendinn, var hann manna viðkunnanlegastur og kunni vel að gera að gamni sínu í góðra vina hópi. Fyrstu árin eftir að hann lét af störfum í Landsbókasafni, kom hann stundum á Arnarhól, en þegar aldurinn færðist yfir, fækkaði ferðunum og fundum bar sjaldan saman. Meðan penni er huglátt hjú/ held ég nenni að lifa, mælti Stephan G. eitt sinn, þegar hann var gamall orðinn, og hið sama gat Finnur Sigmundsson sagt. Þegar hann lagði að lokum frá sér pennann, var eins og dofnaði yfir honum. Og þegar Kristín kona Finns lézt 10. febrúar 1982, var þess skammt að bíða, að lífsþráður hans raknaði allur. Þeim Kristínu og Finni varð tveggja barna auðið og eru þau Erna, gift Geir Hallgrímssyni utanríkisráðherra, og Birgir, forstöðumaður Tjaldanessheimilisins í Mosfellssveit, kvæntur Hildi Knútsdóttur. Þrjátíu og fimm ára ferils Finns Sigmundssonar í Landsbókasafni íslands mun lengi verða minnzt með virðingu og þökk. F. G.

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.