Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1983, Qupperneq 16

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1983, Qupperneq 16
16 JÓN STEFFENSEN Videnskabernes Selskabs Historie 1742-1842. Kh. 1843, bls. 116- 119). Af þeim fjórum númeruðu eintökum af Flora Danica, sem í upphafi voru send til íslands, eru með vissu þrjú þeirra þar enn heil og í upprunalegum búningi, nefnilega No 39, Bessastaða- eða stift- amtmannseintakið. Af því eru 47 hefti í Amtsbókasafninu á Akureyri og 5 (48.—51. og 3. hefti aukabindis) í Landsbókasafni íslands. Um feril þessa eintaks er það vitað, að þegar Stiftisbókasafnið fékk bókasafn Landsuppfræðingarfélagsins 1833, var það með þeim skilmála, að tvítök gengju til bókasafns Norður- og Austuramtsins, og „þannig fékk það þá meðal annars hið ágæta verk Flora Danica (nr. 39)“ (Jón Jacobson: Landsbókasafn íslands 1818-1918. Minningar- rit, Reykjavík 1919-20, bls. 45). Eintak No. 40, Skálholtsstiftiseintakið, er nú allt í Landsbókasafni utan 51. heftis, sem er í Náttúrufræðistofnun íslands. Um það segir Jón Jacobson í áður greindu riti: „Þá voru á þessu ári [1902], að fengnu samþykki biskups, afhent Landsbókasafninu til geymslu af biskupsdæminu hin merku rit: Jespersens Graduale frá 1573 og eintak þess af „Kongeloven“ 1665 og loks „Flora Danica“, sem að líkindum er sama eintakið, sem afhent var Steingrími biskupi til bráðabirgða“ (bls. 182). Trúlega dregur Jón þá ályktun af því, að á forblaði 40 fyrstu heftanna af No 40 er stimplað með fjólubláu bleki „ísl. Biskupsdæmi“. Þessi stimpill er einnig á 3 heftum eintaks No 39 (48., 49. og 3. h. aukabindis), en á engum öðrum heftum þeirra þriggja eintaka, sem hér um ræðir. Hann er þannig ekki notaður á þau Flóruhefti, sem út koma eftir árið 1843 (40. h.) og fram til ársins 1871 (48. h.), og síðasta heftið, sem hann er á, er gefið út 1877 (49. h.). Hér er um venjulegan gúmmístimpil að ræða, en þeir komu ekki til skjalanna fyrr en á síðari helmingi 19. aldar (stimpill sömu gerðar og „ísl. biskupsdæmi" er nú í Nesstofusafni, „Læknaskólinn“, en sá skóli var stofnaður 1876), þannig að 40 fyrstu heftin eru stimpluð löngu eftir að þau komu út, sennilega um 1877. En á því kann ég enga skýringu, hvers vegna 41.-47. hefti sleppa undan stimplinum, þegar hin eru stimpluð, aðra en þá, að verustaður þeirra þá hafi ekki verið hinn sami. Hólastiftiseintakið, No 42, er nú í Náttúrufræðistofnun íslands, allt nema 51. hefti, sem er í Landsbókasafni. Eftir sameiningu biskups- stólanna og skóla þeirra mun það hafa farið suður í hinn eina lærða skóla, sem þá var í landinu, Bessastaðaskóla, og má segja, að það hafi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.