Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1983, Side 17
FLORA DANICA Á ÍSLANDI
17
verið við hæfi, því að fyrstu ár hans var þar fastur kennari (1805-07)
ágætur grasafræðingur, Guttormur Pálsson (1775-1860), síðar prest-
ur að Hólmum og í Vallanesi, en honum gefur Sveinn Pálsson
herbarium sitt með bréfi dags. 8. maí 1807 (ÍB. 2-4 8vo). Skólanum
hefur Flóran fylgt til Reykjavíkur, því að úr bókhlöðu Lærða skólans
er hún komin í núverandi samastað. Þann rugling, sem nú er á
einstökum heftum milli eintaka, má eflaust rekja til áranna 1879-81,
er flestum helztu bókasöfnum Reykjavíkur var hrúgað saman í
bókhlöðu Lærða skólans, meðan beðið var eftir, að Alþingishúsið yrði
fullgert til að taka við Stiftisbókasafninu.
Af eintaki landlæknisembættisins, No 41, hef ég engar heimildir
aðrar en þær, sem Sveinn læknir Pálsson veitir, en tel líklegt, að hætt
hafi verið að halda því við eftir að Stiftisbókasafnið tók til starfa, og
eintakið þá sent eiganda þess, eins og gert er ráð fyrir á forblaði
heftana (sjá hér síðar). Þetta samrýmist þeim ummælum Grönlunds
grasafræðings, að hér á landi séu þrjú eintök af Flora Danica (Chr.
Grönlund, Islands Flora, Kh. 1881, bls. 5). Hann á þá eflaust við
númeruð eintök, um þau vissi liann frá fyrstu hendi, þar sem hann
ferðaðist hér á landi 1868 og 1876 á vegum Flóruútgáfunnar.
Búningur allra heftanna er sá sami. Lengst framan af brúnt,
upphleypt kálfskinnsband með ríkulegri blindþrykkingu, og á
rauðum reiti gyllt „Flora / Danica / Fasc. 1“ og á svörtum reiti næst
neðan við „No/39“, 40 eða 42. En á seinni heftunum er slétt
kálfskinnsband með reitum og gyllingum eins og á þeim fyrri. Hvert
hefti er gegnumdregið og bandið innsiglað á fremra eða oftar aftara
spjald.
Framan titilblaðs kemur forblað, sem á er prentað: í efstu línu
„No“, síðan kemur eyða til að skrifa í, og nokkru neðar heldur svo
prentaða málið áfram: „Det giores vitterligt for alle dem, som denne
Bog til hænde kommer og vedkommer. — At det allernaadigst har
behaget Hans Kongelige Majestæt at lade uddele i begge Rigers
Stifter og sine ovrige Lande i Europa endeel Exemplarer af det
Botaniske Verk Flora Danica kaldet, som paa allerhoieste Befaling
bliver udgivet afden Kongelige Professore Botanices, og det saaledes,
at de stedse skal være til Brug og Nytte for een eller anden af Geistlige
og Verdslige, som elske Plante-Læren, legge Vind paa den og vil
træde i Correspondence med Professoren, baade til Nytte for den
Kongelige Botaniske Anstalt, saa og til dette Verks egne Formerelse
og Forbedring, samt at der tillige skal bæres al Omhue for, at samme
2