Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1983, Page 21

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1983, Page 21
FLORA DANICA Á ÍSLANDI 21 Gilsbakka, Tunguheiðar, Fljótshlíðar, Gufuness, Odda, Múkaþver- ár, Eyjafjarðar, Eyrarbakka, Reykjahvers í Ölfusi. Og við Koenigia Islandica er gerð þessi athugasemd: „Sama haust íluttum við Koenig hana bádir til K[iöben]havn, kalladi eg hana Petræa arcoa og þ[ad] sama nafn féll h[onu]m nógu vel, en þ[a]r þetta var nýfundin urt, describ[erede] Linnæus hana upp á sinn máta, og Koenig vin sín[u]m til æru nefhdi hana h[an]s nafni hv[er]iu hún hereftir mun halda.“ Hér koma fram athyglisverðar upplýsingar um tvö tímabil í ævi Jóns Péturssonar, sem heimildir eru sagnafáar um, þ. e. frá árslokum 1763 til hausts 1765, er hann siglir til náms í Hafnarháskóla, og frá því hann kemur til íslands 1772 til þess er hann fær veitingu fyrir læknishéraði Norðlendingafjórðungs 1775. Johan Gerhard König (1728-1785) safnaði grösum hér á landi frá vori 1764 til hausts 1765 á vegum Flora Danica útgáfunnar, og er mjög líklegt, að tengsl hans við Jón stafi af því, að hann hafi verið fylgdarmaður Königs á ferðum hans um landið og þeir síðan orðið samferða utan. Þessi kynni Jóns af plöntusöfnun fyrir Flora Danica útgáfuna ásamt læknismenntun hans mætti hafa leitt til þess, að þegar hann hyggur til heimferðar 1772, hafi það orðið að samkomulagi við útgáfuna, að hann sendi henni sjaldséðar plöntur og kæmi 7.—10. hefti Flórunnar til réttra aðila. Eftir heimkomuna beinist hugur hans mjög eindregið að grasafræði, hann býðst til að kenna hana í Skálholtsskóla, en Finnur biskup var því mótfallinn og vafasamt, hvort til þess hafi komið. 1773 sótti Jón til stiftamtmanns um að mega kenna tveimur eða fleiri piltum grasa- fræði og garðyrkju, jafnframt því sem hann ynni að Flora Islandica gegn 100 rd launum. Það hlaut ekki heldur meðbyr (Hannes Þorsteinsson: Æfir lærðra manna, Jón Pétursson). En þetta sýnir, hvernig standa muni á þessu grasasafni hans, sem eftir varð í Nesi, þegar hann flyzt norður 1775. Með 11. hefti, sem út kom 1775, verður breyting á niðurlagi forblaðsins svo: „Efter Hans Kongelige Majestæts allernaadigste Befaling / Kiobenhavn“ - og nú er það útgefandi, sem undirritar. Martin Vahl (1749—1804) gefur út 16,—21. hefti 1787—1799, og þegar hann tekur við útgáfunni, er enn komin óregla á sendingu heftanna til íslands, og það mun að undirlagi hans, að Sveini er falið að koma skikki á Flora Danica eintökin í landinu. Þannig hefur O. F. Múller aðeins ritað undir 11. og 12. hefti af eintaki No 40 og 11. hefti af No 42, en öll hin undirritar M. Vahl og flest skömmu áður en Sveinn fer

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.