Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1983, Qupperneq 22

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1983, Qupperneq 22
22 JÓN STEFFENSEN frá Höfn, nema þau, sem Vahl gaf út, eru undirrituð útgáfuárið, 16. h. 1787 og 17. h. 1790. Þau fara þó ekki fyrr en með Sveini til íslands, sbr. bréf hans til Particulær Kammeret 19.5.1795 og einnig bréf Sveins til prófessors Vahls dags. Kh. í júní 1791 (ÍB. 7 fol.). Hér má geta þess, að innan í 16. hefti eintaks No 40 liggur nú laus fjór- blöðungur með fyrirsögninni: „Efterretning / om / et Verk / som / paa Kongelig Befaling skal udgives / FLORA DANICA / kaldet“ og undirritað „Kiobenhavn den 1 Maij 1761 / Georg Christian Oeder / Kongel. Professor i Botaniken.“ Þetta er kynning á hinni væntanlegu Flora Danica, sem lýsir tilgangi og tilhögun útgáfunnar ýtarlegar en í áður umræddu forblaði heftanna. Það verður að álítast tilviljun, að tilkynningin liggur nú í 16. hefti, því að litlar líkur eru til þess, að hún hafi verið samflota þeim Flóruheftum, er Sveinn hafði meðferðis, að minnsta kosti getur hann hennar ekki í ÍB. 2-4 8vo eða ÍB. 7 fol. Að Martin Vahl látnum tekur grasafræðingurinn Jens Wilken Hornemann (1770—1841) við útgáfu Flórunnar og gefur út 22.-39. hefti hennar á árunum 1806-40, og með 24. h. verður sú breyting á, að næst forblaði kemur aðaltitilblað með rauðu og svörtu letri svo hljóðandi: Aftegninger paa de Planter, / som voxe vildt / i Konge- rigerne / Danmark og Norge / i Hertugdommene / Slesvig og Hol- steen, / til at oplyse det under Titel / FLORA DANICA / paa / Kongelig Befaling foranstaltede Verk over disse Planter; / Udgivne af / J.W. Hornemann, I ... I Ottende Bind / indeholdende / det XXII, XXIII, XXIV Hefte, / eller / Tab. MCCLXI-MCCCCXL. / Kiob- enhavn, I ... I 1810. Þessari tilhögun, að þriðja hvert hefti sé með aðaltitilblaði, er síðan haldið til loka útgáfunnar. En með eignareintökum, sem eru ónúmer- uð, voru aðaltitilblöð frá upphafi, svo að sennilega hefur í fyrstu þótt óþarfi, að þau fylgdu einnig gegnumdregnu eintökunum, þar sem hvert hefti var í góðu bandi og ekki ætlazt til, að þau yrðu bundin samkvæmt bindatali. Þá er í eigu Landsbókasafns enn eitt eintak af Flora Danica, og er það í 18 bindum með aukabindinu, og eru allar myndir lýstar. Forblöð eru engin, né merki þess, að heftin hafi verið gegnumdregin, svo að um eintak No 41 er ekki að ræða, enda hefði það eflaust komið fram í máli Sveins, ef eitthvert eintakanna hefði verið lýst. Bandið er tvenns konar. A fyrstu 11 bindunum er það upphleypt og ríkulega gyllt, en hin 7 bindin eru í látlausu sléttu bandi. En þótt 1—11. bd. virðist bundin á sama bókbandsverkstæði, sennilega dönsku, þá eru
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.