Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1983, Blaðsíða 25

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1983, Blaðsíða 25
FLORA DANICA Á ÍSLANDI 25 Registur yfir Islands Stií'tisbókasafn, Viðey 1842, segir: „Flora Danica illumineret Pragtværk Kjöbenhavn fra 1764 til 1841, 14 Bind i folio.“ Hér er um lýst eintak að ræða, en bindin hafa ekki getað verið 14, þar sem 42. heftið kom ekki út fyrr en 1849 og ekkert er sagt um, hve mikið hafi verið í bandi og hvað í heftum. Því miður er þessi skrá svo hroðvirknislega unnin, að mjög takmörkuð not eru af henni (sbr. ritdóm Jóns Sigurðssonar um hana í Nýjum félagsritum 4 bd., bls. 131—142). Pað mun þó vafalaust, að hér sé um eintak Landsuppfræð- ingarfélagsins að ræða, þegar höíð er í huga saga bókasafns þess, að erfingjar Magnúsar afhentu það Stiftisbókasafni 30. nóvember 1833 (Jón Jacobson, áður tilvitnað). Með hliðsjón af áður greindri lýsingu á bandi eintaksins má ráða, að 8 fyrstu bindin hafi verið bundin, þegar það kom í vörzlu Stiftisbókasafns, en 9. og 10. bd. í heftum, sem safnið sendi þegar í band, og síðan 11. bd., þegar því barst síðasta hefti þess (33. h.). Stjórnendur Stiftisbókasafns voru vandfýsnir á band, „þess vegna var það, er vandaðar bækur bárust safninu óbundnar, svo sem hið dýra ritverk Flora Danica, Danske mynter o. fl. úr konungsgjöfinni, þá neyddist nefndin til að senda bækurnar aftur til Hafnar til að fá þær bundnar, og var þá jafnan í því sem öðru flúið til Rafns og hann beðinn að annast verkið (sbr. bréf 3. janúar 1828 frá Hoppe til Rafns og víðar)“ (Jón Jacobson, bls. 31-32). Það er óheppilegt að vísa til bréfa Hoppes til Rafns um band á Flora Danica, því að ég sé ekki, að hennar sé getið í þeim, enda hafði Hoppe látið af stiftamtmanns-embættinu og stjórn safnsins, er það eignaðist þetta Flórueintak. En þar fyrir tel ég dæmið rétt, hvað það snertir, að þetta hafi einnig tekið til Flórunnar, þegar að henni kom. Pétur Fjeldsted Hoppe (1794—1848) stiftamtmaður (1824-29) var stjórnandi Stiftisbókasafnsins, þegar registur þess 1828 var samið, en í því er skrá yfir velgerðarmenn safnsins, og er þar fyrstur á blaði Danakonungur, sem gefur 49 „Bind eller Nummere“. Síðar í skránni stendur: Paulsen, Districtschirurg, Island, 276 Bind og Nummere. Og um þessa gjöfsegir: „Vorið 1828 (6. maid.) skrifar forstöðunefnd- in Sveini lækni Pálssyni, sendir honum bókaskrána og þakkar honum hans höfðinglegu bókagjöf (276 bd.), sem þeir telja þá „álitlegustu gjöf, sem hingað til hafi komið til safnsins frá íslandi“ (den anseeligste, som hidtil er indkommet fra Island), og segja þá komin frek 200 bindi fram yfir bindatölu bókaskrárinnar, en sá ritauki var 7 vikum síðar kominn upp í 500 bindi (sbr. bréf nefndarinnar til Bókmenntafélagsins 24. júnídag sama ár). Vona þeir hann fallist á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.