Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1983, Page 26
26
JÓN STEFFENSEN
reglugerð safnsins og óska liðsinnis hans framvegis“ (Jón Jacobson,
bls. 30). Það sést af bréfinu, að Stiftisbókasafni berst ekki gjöf Sveins
fyrr en búið er að ganga frá skrá þess til prentunar, svo að bækur hans
komast ekki í hana, og það kemur ekki fram, hvenær þær voru
afhentar, en ætla má, að það hafi verið 1827.
Þessi stórgjöf kom mér satt að segja á óvart, því að bæði er, að í
æviágripum þeim, sem um Svein hafa birzt, er hennar ekki getið, og
þó sérstaklega vegna þess, að í dagbókum hans, sem fullar eru af
bókfróðleik og sýna þannig, hve bækur voru honum hugleiknar, ber
hana ekki á góma, nema mér hafi sézt yfir það, svo torráðnar sem
dagbækurnar eru (sjá þar um Minjar og menntir, bls. 271).
Þegar P.F. Hoppe sendir Sveini Registur Stiftisbókasafnsins, grein-
ir hann svo frá því í dagbók ársins 1828: Maii 26. Modtog Bref og
Katalog fra Dir[ektionen] for Stiftsbibliotek[et] i R[eykja]v[ík] aföte
Maii / Maii 29. skr[ev] Dir[ektionen] for Stiftsbibl[ioteket]. Og síðar
á árinu getur Sveinn þessa: Nov. 14. Feck heidursmedl[ims] Patent
fra Bokm[ennta] Fél[aginu] og br[éí] af 22. Maii / Dec. 13 Patent
Fornfr[æða] Fel[agsins] 4. Sept[ember] til Corresp[onderandi] med-
lims. Hann skýrir einnig frá þessum „patentum“ í hinni ófullgerðu
sjálfsævisögu sinni, og raunar lýkur henni á því. Utgefandi hennar
Bogi Melsteð álítur, að Bókmenntafélagið hafi gert Svein að heiðurs-
félaga í verðlaunaskyni fyrir ævisögu Jóns Eiríkssonar (Arsrit hins ísl.
Fræðafjelags í Kaupmannahöfn X, bls. 55-56 nm). En ég held, að
það sé ekki einber tilviljun, að Sveinn hlýtur þessar tvær viðurkenn-
ingar á sama ári og fyrsta registur Stiftisbókasafnsins birtist, þegar
hugleitt er, hvern hug forsetar beggja félaganna, þeir R.K.Rask og
C.C.Rafn, báru til safnsins, auk þess sem Sveinn var mjög ötull
afgreiðslumaður beggja félaganna. En hvert sem tilefni „patentanna“
kann að hafa verið, þá er bókagjöfm mjög í anda gefandans. Því að á
nær hverri opnu dagbóka hans, einkum eftir að rannsóknarferðum
hans lýkur, er getið bókaútlána, auk þess sem við hver áramót er í
þeim listi yfir bækur í láni. Bókasafn Sveins virðist þannig hafa verið
furðu frjálst almenningi til afnota, og mann furðar á, að það verður
engin merkjanleg breyting á tíðni útlána eftir árið 1827. Það vekur
vissulega forvitni um, hvaða bækur hann hafi gefið Stiftisbókasafni og
hve mikill bókakostur hans hafi verið, þegar bezt lét. Hann virðist
hafa verið með ólíkindum mikill miðað við tekjur eigandans og
tímann sem hann starfaði á.
Að lokum vil ég þakka Finnboga Guðmundssyni landsbókaverði