Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1983, Qupperneq 26

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1983, Qupperneq 26
26 JÓN STEFFENSEN reglugerð safnsins og óska liðsinnis hans framvegis“ (Jón Jacobson, bls. 30). Það sést af bréfinu, að Stiftisbókasafni berst ekki gjöf Sveins fyrr en búið er að ganga frá skrá þess til prentunar, svo að bækur hans komast ekki í hana, og það kemur ekki fram, hvenær þær voru afhentar, en ætla má, að það hafi verið 1827. Þessi stórgjöf kom mér satt að segja á óvart, því að bæði er, að í æviágripum þeim, sem um Svein hafa birzt, er hennar ekki getið, og þó sérstaklega vegna þess, að í dagbókum hans, sem fullar eru af bókfróðleik og sýna þannig, hve bækur voru honum hugleiknar, ber hana ekki á góma, nema mér hafi sézt yfir það, svo torráðnar sem dagbækurnar eru (sjá þar um Minjar og menntir, bls. 271). Þegar P.F. Hoppe sendir Sveini Registur Stiftisbókasafnsins, grein- ir hann svo frá því í dagbók ársins 1828: Maii 26. Modtog Bref og Katalog fra Dir[ektionen] for Stiftsbibliotek[et] i R[eykja]v[ík] aföte Maii / Maii 29. skr[ev] Dir[ektionen] for Stiftsbibl[ioteket]. Og síðar á árinu getur Sveinn þessa: Nov. 14. Feck heidursmedl[ims] Patent fra Bokm[ennta] Fél[aginu] og br[éí] af 22. Maii / Dec. 13 Patent Fornfr[æða] Fel[agsins] 4. Sept[ember] til Corresp[onderandi] med- lims. Hann skýrir einnig frá þessum „patentum“ í hinni ófullgerðu sjálfsævisögu sinni, og raunar lýkur henni á því. Utgefandi hennar Bogi Melsteð álítur, að Bókmenntafélagið hafi gert Svein að heiðurs- félaga í verðlaunaskyni fyrir ævisögu Jóns Eiríkssonar (Arsrit hins ísl. Fræðafjelags í Kaupmannahöfn X, bls. 55-56 nm). En ég held, að það sé ekki einber tilviljun, að Sveinn hlýtur þessar tvær viðurkenn- ingar á sama ári og fyrsta registur Stiftisbókasafnsins birtist, þegar hugleitt er, hvern hug forsetar beggja félaganna, þeir R.K.Rask og C.C.Rafn, báru til safnsins, auk þess sem Sveinn var mjög ötull afgreiðslumaður beggja félaganna. En hvert sem tilefni „patentanna“ kann að hafa verið, þá er bókagjöfm mjög í anda gefandans. Því að á nær hverri opnu dagbóka hans, einkum eftir að rannsóknarferðum hans lýkur, er getið bókaútlána, auk þess sem við hver áramót er í þeim listi yfir bækur í láni. Bókasafn Sveins virðist þannig hafa verið furðu frjálst almenningi til afnota, og mann furðar á, að það verður engin merkjanleg breyting á tíðni útlána eftir árið 1827. Það vekur vissulega forvitni um, hvaða bækur hann hafi gefið Stiftisbókasafni og hve mikill bókakostur hans hafi verið, þegar bezt lét. Hann virðist hafa verið með ólíkindum mikill miðað við tekjur eigandans og tímann sem hann starfaði á. Að lokum vil ég þakka Finnboga Guðmundssyni landsbókaverði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.