Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1983, Blaðsíða 46

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1983, Blaðsíða 46
46 BRÉF WILLARDS FISKES A few days ago I received a letter from Mr. Reeves. He is thinking of bringing his mother, sister and brother-in-law to spend next winter in Florence. Be sure to give me kindest remembrances to all my old Icelandic friends. Faithfully yours, W. Fiske Minn kæri Matthías Jochumsson! Bréf yðar kom eins og óvæntur hressandi norðangustur á þessum heitu ítölsku hásumardögum. Ég vonaði aðeins, að pósturinn heíði fært mér yður sjálfan í staðinn fyrir pistil yðar og ég þá getað sýnt yður borg skáldanna, þeirra Dante og Boccaccios. Þorvaldur Thoroddsen fór um Flórenz fyrir nokkrum vikum. Þegar þér hittið hann, segið honum, að ég muni aldrei, aldrei, aldrei fyrirgefa honum það að skrifa mér ekki frá Leipzig eða annars staðar frá, að hann hygðist koma við. Svo hittist á, að ég var burtu úr bænum hálfan mánuð og hann greip í tómt. En ekkert hefði verið hægara fyrir mig en hverfa aftur til bæjarins, og það hefði ég gert með glöðu geði, hefði ég vitað um Ítalíufor hans. Ég tárfelldi hér um bil af vonbrigðum, þegar ég sá nafnspjaldið hans. Ég vænti þess, að skólahúsmálið yðar nái fram að ganga, veit, að það gerir það fyrir ötulan atbeina yðar. Ég vona, að ég geti einhvern tíma sent yður framlag til þess. En eins og nú er ástatt, hefur fjárhagur minn þrengzt verulega, vegna þess að mörg amerísk járnbrautarfélög láta undir höfuð leggjast að greiða arð, og neyðist ég því til að fara mjög leiðinlega spart með. Safn mitt af íslenzkum ritum er orðið æðimikið, þó að ég búist ekki við, að það komist í nokkurn samjöfnuð við safn Jóns Sigurðssonar, sem nú er varðveitt í Landsbókasafninu ykkar. Faðir minn lézt í fyrra háaldraður, 84 ára gamall, en móðir mín er hérna hjá mér í Flórenz. Ég vonast til þess eitthvert sumarið að heimsækja ísland að nýju, ef heilsa og fjárráð leyfa, og þá ætla ég að koma og sjá yður og Oddann. Megi sá dagur vera skammt undan! Ég fékk fyrir nokkrum dögum bréf frá Reeves. Ffann er að hugsa um að koma með móður sinni, systur og mági til Flórenz og sitja hér næsta vetur. Verið nú vissir um að skila beztu kveðjum til allra vina minna á íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.