Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1983, Page 71

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1983, Page 71
LANDSBÓKASAFNIÐ 1982 71 HANDRITADEILD Handritakostur Landsbókasafns var í árslok 13.500 skráð handrit. Fast starfslið deildarinnar var hið sama og á síðastliðnu ári. Erlingur Brynjólfsson B.A. vann sem lausráðinn mánuðina júlí og ágúst. Nú verður getið ýmissa handrita, er Landsbókasafni voru geíin á árinu. Börn dr. Finns Sigmundssonar, Erna og Birgir, færðu safninu úr dánarbúi hans margvísleg gögn, m. a. filmur og aðdrætti í tengslum við Rímnatal Finns. Hannes Pétursson skáld afhenti nokkur bréf o. fl. frá Stefáni Vagnssyni til Finns Sigmundssonar, sem hann hafði fengið að láni hjá Finni vegna útgáfu bókarinnar Ur fórum Stefáns Vagnssonar frá Hjaltastöðum, Reykjavík 1976. Frú Bjarnveig Bjarnadóttir, Reykjavík, gaf úrklippur um myndlist á árunum 1953-55, möppu merkta Rómarsýningunni umdeildu og aðra með úrklippum um útför Asgríms Jónssonar ásamt minningar- greinum. Pessi gjöf kom til viðbótar úrklippusafni því hinu mikla, er áður var komið og greint var frá í síðustu Arbók. Handrit þingfrétta Helga Hjörvar á árunum 1933-1958. Solveig dóttir Helga afhenti. Nokkur ár vantar í eða: 1934, 1936, 1940, 1942, 1946-48, 1951. Gunnlaugur Þórðarson hrl. færði safninu enn að gjöffjölda bréfa til Þórðar Sveinssonar yfirlæknis, föður gefanda. Jón Guðnason cand. mag. aflienti enn ýmis gögn úr dánarbúi föður síns, dr. Guðna Jónssonar, m. a. gögn varðandi Bergsætt. Þórhallur Asgeirsson ráðuneytisstjóri afhenti að gjöf bók, bundna í fögur tréspjöld, með úrklippum úr Winnipegblöðunum Heimskringlu og Lögbergi 12. nóv. 1941 til 29. apríl 1942. Efni þeirra er allt á ensku og birtist í sérstökum dálkum blaðanna, er Junior Icelandic League (síðar Icelandic Canadian Club) annaðist. Hjálmur F. Daníelsson, um langt árabil afgreiðslumaður tímaritsins Icelandic Canadian, færði Ásgeiri Ásgeirssyni forseta Islands bók þessa að gjöf til minningar um komu hans til Winnipeg í september 1961. Austurríski tónlistarmaðurinn og tónskáldið dr. Franz Mixa, sem íslendingum er að góðu kunnur vegna margháttaðra starfa að tónlistarmálum þeirra á árunum 1929—1938, færði 14. júní Lands- bókasafni að gjöf handrit sitt að óperu í þremur þáttum, er nefnist Eyvind und sein Weib.

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.