Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1983, Síða 72
72
LANDSBÓKASAFNIÐ 1982
Textann sömdu þau Franz Mixa og Katrín Ólafsdóttir og studdust
við Fjalla-Eyvind, leikrit Jóhanns Sigurjónssonar, en Franz er einn
höfundur sjálfs tónverksins, og tileinkar hann það íslenzku þjóðinni
og felur það Landsbókasafni til varðveizlu.
Hann kveðst fella aldagömul íslenzk lög og söngva inn í verk sitt og
kappkosta, að þau haldi þar sinni upphaílegu gerð í hvívetna. Hann
vann að þessu verki síðustu ár sín á íslandi á fjórða áratugnum, en
hefur síðan endurskoðað það.
Handritið er hið fegursta, skrifað af hinni mestu alúð og vand-
virkni.
Frú Þórdís Thompson, Riverton, Manitoba, sendi að gjöf fáein bréf
til foður hennar, Gunnsteins Eyjólfssonar skálds. Bréfritarar eru
Matthías Jochumsson, Guttormur J. Guttormsson og Oddur V.
Gíslason.
Þjóðhátíðarljóð Asthildar Guðmundsdóttur (síðar Thorsteinsson)
1874. Guðlaugur Jónsson fyrrv. lögregluþjónn skráði. Gjöf Sigurðar
Thoroddsens verkfræðings. Ljósrit.
Bréfasafn o. fl. úr fórum Rósinkrans ívarssonar frá Kirkjuhvammi
í Rauðasandshreppi. Gjöf Halldórs Halldórssonar og Sesselju Hall-
dórsdóttur, Álftamýri 58, Reykjavík, um hendur Ara Gíslasonar
ættfræðings.
Ari Gíslason afhenti ennfremur bréf o. íl. úr fórum Andrésar
Ólafssonar hreppstjóra á Brekku í Gufudalssveit.
„Den islandske Retshistorie indtil Fristatens Undergang og norsk
Lovgivnings Indforelse i det 13de Aarhundrede. Fremstillet af
Vilhjálmur Finsen. Einar Sigurðsson háskólabókavörður afhenti úr
Háskólabókasafni. Ljósrit.
Úr Háskólabókasafni barst einnig vélritað eintak doktorsritgerðar
Lúðvíks Ingvarssonar: Refsingar á íslandi á þjóðveldistímanum, í
þremur möppum, ennfremur skjöl, er varða „Sjóð til verndar andlegu
frelsi íslenzkra rithöfunda“, er fylgt höfðu prentuðum bæklingum eftir
Halldór Laxness, sem Auður Sveinsdóttir kona skáldsins lét Háskóla-
bókasafni í té.
Þá voru ennfremur afhent úr Háskólabókasafni nokkur gögn úr
fórum Stefáns Einarssonar prófessors, sendibréf, minnisbækur, mið-
ar, auk eintaks af bók Stefáns History of Icelandic Prose Literature,
með nokkrum athugasemdum hans við hana. Bréfasafn Stefáns er
sem kunnugt er varðveitt í Landsbókasafni, geysimikið að vöxtum.