Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1983, Side 77

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1983, Side 77
LANDSBÓKASAFNIÐ 1982 77 í stað hans var þá ráðin Hildur Eyþórsdóttir B.A., og tók hún til starfa 1. september. Áslaug Agnarsdóttir og Svanfríður Óskarsdóttir gegndu V2 starfi hvor frá 1. febrúar. Áslaugu var að eigin ósk veitt lausn frá starfi 1. september, og flyt ég henni þakkir fyrir vel unnin störf. í stað hennar var ráðinn JeíTrey Cosser B.A., er verið haíði lausráðinn í hálfu starfi, þannig að hann gegndi nú fullu starfi frá 1. september. Gunnar Skarphéðinsson B.A. vann við afleysingar í aðallestrarsal sumarmánuðina júní-ágúst. Stefaníu Júlíusdóttur var að eigin ósk veitt 18 mánaða orlof frá 1. janúar 1982-30. júní 1983, en hún hugðist þann tíma stunda í New York framhaldsnám í bókasafnsfræðum og kynna sér þar einkum tölvuvinnslu í bókasöfnum. Litið var á fyrstu þrjá mánuði orlofsins sem rannsóknarorlof, og hélt hún launum þann tíma, en Landsbókasafni var veitt aukaíjár- veiting, er samsvaraði þriggja rnánaða kaupi hennar. Skjöldur Eiríksson B.A. var fyrst lausráðinn í V2 stöðu, en síðar ráðinn samkv. ráðningarsamningi. Verksvið hans var í þjóðdeild safnsins. Kolbrún Högnadóttir vann fyrstu 5 mánuði ársins fjórðung úr starfi, en þá leysti Anna Björk Magnúsdóttir hana af og vann til hausts. Þær unnu báðar við tölvuinnskrift þjóðbókaskrárinnar á vegum þjóðdeildar. Auk þeirra voru lausráðin til starfa í þjóðdeild safnsins Sólveig Jónsdóttir 10 stundir á viku jan.-apríl og Ulfur Friðriksson 20 stundir á viku fram til miðs októbers, er hann fór af landi brott til nokkurra mánaða dvalar. í stað hans var þá ráðin Auður Brynja Sigurðar- dóttir. NEFNDASTÖRF OG Undirritaður lét seint á árinu af for- FERÐIR mennsku í Samstarfsnefnd um upplýs- ingamál, en var jafnframt falið að sitja áfram í nefndinni. Formaður næsta tímabil er Einar Sigurðsson há- skólabókavörður. Aðalheiður Friðþjófsdóttir var endurskipuð formaður skráningar- nefndar, en í þeirri nefnd á einnig sæti frá safninu Ólafur Pálmason,

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.