Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1983, Page 80

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1983, Page 80
80 LANDSBÓKASAFNIÐ 1982 GJÖF ÚR DÁNARBÚI Davíð Björnsson fyrrverandi bóksali í DAVÍÐS BJÖRNSSONAR Winnipeg lézt þar í borg 30. september 1981. Hann gaf Landsbókasafni á sín- um tíma bókasafn sitt og hélt síðan áfram að senda safninu bækur og einkum handrit sín margvísleg. Pá útvegaði hann Landsbókasafni um langt árabil öll helztu rit, er út komu á vegum íslendinga vestanhafs eða varðandi þá. Davíð gerði ekki endasleppt við Lands- bókasafn, því að fyrir andlát sitt ánafnaði hann því í erfðaskrá sinni 500 kanadíska dali, er lögfræðingur dánarbúsins sendi hingað heim í maí 1982. SAFNAHÚSIÐ Eins og þeir, sem leið hafa átt framhjá Safnahúsinu síðustu misseri, hafa veitt athygli, hefur verið hlynnt stórlega að því að utan, farið yfir alla glugga, skipt um járn, er farin voru að ryðga, settar í nýjar rúður, þar sem þær voru brotnar eða sprungnar. Þá hefur verið kíttað með rúðum, sem margar voru orðnar lausar í, og gluggakarmar allir grunnmálaðir. Þar sem þakrennur og niðuríoll voru illa farin, var skipt um hvort tveggja og húsið loks allt málað utan, þ. e. a. s. steins-

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.