Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1983, Page 81

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1983, Page 81
LANDSBÓKASAFNIÐ 1982 81 hluti þess, en málun þaks og fullnaðarmálun glugga látin bíða um sinn. A árinu var sett handrið á útitröppur Safnahússins, og var um þá framkvæmd leitað heimildar húsafriðunarnefnd- ar. En Safnahúsið er í A- flokki friðaðra húsa og því til þess ætlazt, að engar slíkar breytingar séu gerðar án vit- undar og samþykkis hinnar opinberu húsafriðunarnefnd- ar. Þorsteinn Gunnarsson arki- tekt teiknaði handriðið, er síð- an var smíðað í Vélsmiðjunni Kletti í Hafnarfirði. Eins og sjá má, er þess gætt, að hand- riðið sé sem einfaldast, en þjóni þó vel hlutverki sínu. Það leysir samt ekki vanda þeirra, sem t. a. m. eru í hjólastól. Þeir verða að hafa fylgd, en séu þeir komnir inn í anddyri, er þaðan greið leið inn í lestrarsal handritadeildar á 1. hæð, þangað sem færa má þeim efni úr báðum söfnum, Landsbókasafni og Þjóðskjalasafni. Þar sem vatn og veður höíðu unnið nokkuð á útitröppum Safnahússins, voru múrarar fengnir til að yfirfara þær, hreinsa úr raufum og fylla þær að nýju, festa hellur, sem orðnar voru lausar, o. s. frv. ÞJÓÐARBÓKHLAÐA Vegna erfiðrar tíðar tókst ekki að ljúka uppsteypu bókhlöðunnar á árinu 1981, svo sem til stóð, og varð þeim áfanga því ekki lokið fyrr en halla tók vetri. Næsti áfangi, þaksmíðin, var síðan boðin út og tilboð opnuð 23. marz, jafnframt því sem stofnað var til kaupa á álþakplötum, er 6

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.