Vísbending


Vísbending - 19.12.1994, Blaðsíða 3

Vísbending - 19.12.1994, Blaðsíða 3
Efnisyfirlit Drög að viðrcisn - Viðtal við Ólaf Bjömsson prófessor Róttækasta aðgcrð hagsögunnar - Viðtal við dr. Benjamfn H. J. Eiríksson 5 7 Getur breytt atvinnuskipting skýrt ástandið á vinnumarkaði? - Sverrir Geirmundsson. hagfræðingur 10 Þróun fjármagnsmarkaðar á árinu 1994 - Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur Þróun sjávarútvegs á árinu 1994 - Ásgeir Daníelsson, hagfræðingur 13 15 Ríki lúðinn Saga Bill Gatcs stofnanda Microsoft hugbúnaðarfjTÍrtækisins - Benedikt Jóhannesson, stærðfræðingur 17 Þróun og horfur í íslenskum iðnaði - Þorsteinn M. Jónsson, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins 22 Landbúnaður á krossgötum - Helga Guðrún Jónasdóttir, forstm. Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins 25 Útgefandi: Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími: 91-617575, myndsendir: 91-618646. Ritstjóri og ábm.: Sverrir Geirmundsson. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Háskólans. Umbrot og prentun: Steindórsprent-Gutenberg. Upplag: 3.000 eintök. ÖIl réttindi áskilin. Rit þetta má cigi afrita með neinum hætti án Ieyfis útgcfanda. Ritstjóraspjall Sverrir Geirmundsson. Sérstakt jólarit Vísbendingar kemur nú út í fyrsta sinn. Á þeirn ellet'u árum sem liðin eru síðan fyrsta tölublað ritsins kom út hefur það haldist því sent næst óbreytt hvað form og útlit varð- ar. Jólaritið hefur á sér annað yfirbragð en venjuleg útgáfa Vísbendingar og tekin er upp sú nýbreytni að birta auglýsingar sem taka drjúgan skerf af síðu- plássi. Tvö meginþemu voru höfð að leiðarljósi við gerð þessa tölublaðs. Annars vegar eru birtar greinar um þróunina að undanförnu í hinum ýmsu atvinnugreinum hér á landi og horfur á næstu misserum eftir sérfræðinga úr ýmsum áttum. Þetta val er viðeigandi í Ijósi þess að nú lítur út fyrir að langvarandi stöðnunartímabili í efnahagslífi hér á landi sé Iokið og leiðin hafi legið nokkuð upp á við í sumum atvinnu- greinum á þessu ári. Hins vegar ber að líta viðtöl við tvo af okkar merkustu hagfræðingum af eldri kynslóðinni, þá Ólaf Bjömsson, prófessor, og dr. Benjamín H.J. Eiríksson þar sem þeir fjalla um þá miklu umbrotatíma þegar íslendingar voru að sleppa út úr skömmtunar- og haftakerfi kreppu og stríðsára og feta fyrstu skrefin í átt til sambærilegra efnahagsskilyrða og tíðkuðust í nágrannalöndunum. Það var Ólafur Hannibalsson, blaðamaður, sem vann þessi viðtöl sérstaklega fyrir Vísbendingu. Auk þessa er svo að finna annað efni. Það er von ritstjóra að þessi nýbreytni geti orðið lesendum til aukinnar ánægju og fróðleiks. Að lokum óskar Vísbending öllum landsmönnum gleðilegra jóla. Fullnýting ljárfestingar í upplýsingatækni. , O ORACLEÍsland Borgartúni24 105 Reykjavík Sími 91-618131 Fax 91-628131 VÍSBENDING 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.