Vísbending


Vísbending - 19.12.1994, Síða 26

Vísbending - 19.12.1994, Síða 26
hagræðingu í slátur- og úrvinnslugeiranum og mjólkuriðnaði og valdið miklum usla í kartöflu-, grænmetis- og blómarækt. Orsakir þeirra þróunar sem hér hefur verið lýst má skýra nánar. Verðskrúfa I fyrsta lagi hefur þróunin í verslun verið ósamstíga þróuninni í frumframleiðslu og úrvinnslu búvara, en það hefur haft veruleg áhrif á myndun heildsöluverðs búvara og framleiðendaverðs. A sama tíma og vart verður fækkunar og vaxandi samþjöppunar í smásöluversluninni hefur ekki fækkað að sama skapi í röðum sölu- og úrvinnsluaðila búvara. Þessum aðilum hefur m.a.s. í sumum tilvikum fjölgað, s.s. í úrvinnslu og dreifingu kjötafurða og framleiðslu og dreifingu græn- metis, kartaflna og blóma. Þessi þróun hefur sagt til sín á fleiri sviðum en frumframleiðslu og úrvinnslu í landbúnaði. Með nokkurri einföldun má segja að hún hafi leitt af sér skrúfu sem þrýstir verði niður, neytendum til hagsbóta, öfugt við verðskrúfu verðbólguáranna miklu. Það má hins vegar spyrja sig að því á hversu heil- brigðum grunni þessi verðskrúfa snýst og hvaða afleiðingar hún hefur fyrir landbúnað- inn, þegar til lengri tíma er litið. Eitt er þó víst. Ef fram heldur sem horfir, kallar þessi þróun á mun víðtækari samstöðu og samráð meðal framleiðenda og úrvinnsluaðila f land- búnaði, til að vega upp á móti samþjöppuninni í smásölunni. Minni markaöshlutdcild I öðru lagi hefur markaðshlutdeild ís- lenskra landbúnaðarvara minnkað. Það kann að virðast öfugmæli með hliðsjón af fullyrð- ingum um að búvöruverð fari lækkandi á framleiðenda- og heildsölustigi. Verðteygni matvöru er hins vegar h'til og verðlækkun skilar lítilli sem engri varanlegri neysluaukn- ingu. Verðið getur aftur á móti haft varanleg áhrif á sjálft neyslumynstrið. Staðreyndin er sú að samkeppni á matvælamarkaðnum hefur harðnað verulega og landbúnaðarafurðir keppa við fjölbreytt úrval innfluttra matvæla. Ekki er þessi aukna samkeppni í öllum til- vikum háð á jafnréttisgrunni. Sem dæmi má nefna að innflutningur tilbúinna matvæla á lágum eða engum tollum hefur aukist jafnt og þétt. Þessi niðurgreidda samkeppni, sem birtist okkur aðallega í frystiborðum og nú síðast í grænmetishillum verslana, er í takt við breyt- ingar á neysluvenjum. Þeim hefur landbúnað- urinn átt í erfiðleikum með að svara þar sem stjórnvöld hafa m.a. ekki beitt þeim heimild- um sem þau hafa til verðjöfnunar. Þessi ber- sýnilega tregða stjómvalda til að verja sam- keppnisstöðu innlendrar atvinnustarfsemi gegn áhrifum niðurgreiðslna og undirboða hefur, sem kunnugt er, komið einna harðast niður á skipasmíðaiðnaðinum og áhrifin eru farin að segja til sín í landbúnaðinum. Lækkun opinbers stuðnings um þriðjung I þriðja lagi hefur opinber stuðningur við landbúnað stórminnkað, eins og áður segir. Það hefur komið harðast niður á sauðfjárrækt- inni, sem aftur hefur bætt enn á erfiðleika margra sláturhúsa og skinnaiðnaðarins í heild, svo að dæmi séu nefnd. Um 490 þúsund sauð- fjár eru í landinu og hefur því fækkað um helming á síðustu 15 árum. Miklu munar um afnám útfiutningsbóta, sem gerist á sama tíma og markaðshlutdeild landbúnaðarins hér heima á undir högg að sækja. Þróunin á alþjóðamörkuðum fyrir búvöru var allan síðasta áratug, og er enn, mjög óhag- stæð. Stórar Iandbúnaðarþjóðir hafa losað sig við offramleiðslu með undirboðum í krafti gíf- urlegra útflutningsbóta. Vonir standa til að með nýja GATT-samkomulaginu takist að hamla gegn þessari þróun svo að verð hækki. Sú von er þó talsvert veik þar sem arftaki GATT, World Trade Organization, getur tæp- ast leikið heimslögreglu sem hindrar það að útflutningsbætur í nýrri mynd komi ekki með einhverjum hætti fram í verðmynduninni á alþjóðamörkuðum. Þær nýju alþjóðlegu við- skiptareglur sem samkomulagið kveður á um eru samt eina von íslensk landbúnaðar til að byggja upp útflutning. Aukinn útflutningur er nánast forsenda þess að landbúnaðurinn geti unnið sig út úr þeim miklu breytingum sem hann stendur frammi fyrir, m.a. vegna stóraukins innflutnings með gildistöku þessa sama samkomulags. Sóknarfærin En þróun síðustu ára hefur einnig á sér bjartar hiiðar. Áðurnefnd lækkun á fram- leiðendaverði hefur stuðlað að verulega lægra matvöruverði. Mikill uppgangur er í hrossa- rækt og hestamennsku og útflutningur á bæði hrossakjöti og lifandi hrossum hefur aukist. Þá virðist ferðaþjónustan vera að festa sig f sessi. Að lokum má nefnda að verð á loðdýraskinn- um hefur hækkað. Myndun svonefndra heilsumarkaða og markaða fyrir hrein matvæli austan hafs og vestan skapa landbúnaðinum aukna sóknar- möguleika í útflutningi. Öflugt markaðsstarf næsta áratuginn á að geta skilað auknum tekjum til bænda og úrvinnsluaðila, svo framar- lega sem tekst að styrkja hreina ímynd lands- ins. Samgöngur hafa batnað og það eitt og sér getur skapað landbúnaðinum ýmiss konar sóknarfæri. Það flýtir fyrir og auðveldar hag- ræðingu í úrvinnslugreinunum og bætir að- gengi bænda að þjónustu, þekkingu og að- föngum. Þá hefur samdráttur í hefðbundum land- búnaði orsakað að menn leita víðar fanga en oft áður. Ymiss konar smáiðnaður úr tilfall- andi Iandbúnaðarhráefni hefur verið að skjóta rótum og tilraunir sem miða að fjölbreyttari framleiðslu hafa sumar skilað árangri, s.s. bleikjueldi. Ovissa á óvissu ofan Óvissan torveldar mönnum, vægast sagt, að meta stöðu atvinnuvegarins og horfur. Metum við stöðuna með tilliti til GATT, framtíðarsamninga við Evrópusambandið (ESB), hvors tveggja, annars hvors eða hvorugs? Ólíkt öðrum atvinnuvegum hafa þessir fjölþjóðlegu eða alþjóðlegu samningar afgerandi áhrif á landbúnaðinn. Við bætist stefnuleysi stjórnvalda í land- búnaðarmálum, þar sem hver höndin virðist vera uppi á móti annarri og þversagnakennd afstaða til landbúnaðarins ræður ríkjum. Þaðan hafa borist þau skilaboð að landbúnað- urinn sé í besta falli skiptimynt í fórnarkostn- aði alþjóðlegra samninga. Stjórnvöld hafa lítið sem ekkert sinnt möguleikum á útfiutningi landbúnaðarafurða á sama tíma og lífs- nauðsynlegt er fyrir landbúnaðinn að auka útfiutning. I tengslum við EES-samningagerð- ina var t.d. ekkert hirt um að útvega landbún- aðinum útfiutningskvóta fyrir grænmeti og blóm eins og t.a.m. Norðmenn fengu. Þvert á móti var samið um tollfrjálsan innflutning á samkeppnisvörum græna geirans, s.s. á agúrk- um og nellikum, sem er einsdæmi á Evrópska efnahagssvæðinu. Fleiri dæmi má nefna. Framkvæmd nýja GATT-samningsins er öllum hulin nema ófreskum mönnum og pólitísk samstaða um þetta mál er ekki í augsýn. Það sama er uppi á teningnum varðandi sam- keppnina sem auka á innan landbúnaðarins. Engin pólitísk samstaða virðist vera um með hvaða hætti á að framkvæma hana. Á meðan kraumar í pottinum og fiestar búgreinar standa berskjaldaðar gagnvart samþjöppuninni í smá- sölunni. Verðhrun á kartöflum í haust var for- smekkurinn að þessari þróun. Hvernig geta menn tekið vitrænar ákvarðanir í landbúnaði fyrir framtíðina við aðstæður sem þessar? 26 VÍSBENDING

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.