Vísbending


Vísbending - 19.12.1994, Qupperneq 23

Vísbending - 19.12.1994, Qupperneq 23
er minni. Á heildina litið hefur velta aukist um rúm 8 prósent í iðnaði á áðurnefndu tímabili. Á liðnum árum hefur heildarvelta í iðnaði (að frátöldum fiskiðnaði) dregist nokkuð saman. Viðsnúningurinn nú er því til vitnis um að umsvifin séu að aukast og atvinnulífið sé að rétta út kútnum. Engu að síður er ljóst að ekki má ofmeta batann á grundvelli talna fyrir fyrstu átta mánuði ársins og fara verður að öllu með gát. Breytingar sem leiða af sér aukinn kostnað og verri samkeppnisstöðu geta snögglega gert að engu það sem áunnist hefur. Útflutningur Veruleg aukning hefur orðið í vöruútflutn- ingi á fyrstu átta mánuðum þessa árs miðað að magni til en tæplega 37 prósent ntiðað við skráð gengi á hverjum tíma. Eins og fram kemur í meðfylgjandi töflu vegur aukningin í stóriðju þungt, en aukning í verðmæti vöruút- flutnings án stóriðju er um 30 prósent. Verð á útfluttum iðnaðarvörum hefur hækkað um ríflega 12 prósent að meðaltali á þessu tíma- bili, og þar vega verðhækkanir á áli og kísiljárni þyngst. Aðrar iðnaðarvörur hafa hækkað urn 5 prósent í verði. Gengisfellingin í júní á síðasta ári skýrir hluta af aukningunni í krónuverðmæti útflutnings. Hagstæð þróun raungengis hefur styrkt samkeppnisstöðu útflytjenda gagnvart erlend- um keppinautum og gert þeim kleift að bjóða vöru sína á samkeppnishæfu verði. Ef raun- Verðmæti útflutnings eftir vörutegundum1 í milljónum króna á verðlagi hvors árs Janúar■ 1993 - ágúst 1994 Breyting % Iðnaðarvörur alls 9.700 13.272 36,8 Iðnaðarvörur án áls og kísiljárns 3.441 4.450 29,3 Á1 4.765 7.080 48,6 Kísiljám 1.494 1.742 16,6 Kísilgúr 275 358 30,2 Loðsútuð skinn og húðir 335 508 51,6 Ullarvörur 203 208 2,5 Niðursoðnar sjávarafurðir 759 804 5,9 Annað 1.870 2.571 37,5 1 Miðað við skráð gengi á hverjum tíma. Heimild: Seðlahanki íslands. gengi verður haldið lágu má búast við frekari markaðssókn og landvinningum hjá fslenskum útflytjendum. Auk þess tryggir það þann árangur sem þegar hefur náðst. Á hinn bóginn, ef raungengi verður leyft að rjúka upp með gamla laginu þegar kominn er skriður á uppsveifluna í þjóðarbúskapnum, þá fer árangurinn fyrir lítið og við missum markaði sem við höfum náð, í sumum tilfellum með ærinni fyrirhöfn. Lokaorð Þróunin í iðnaði hér á landi að undanfömu sýnir að hann hefur nýtt sér þau sóknarfæri sem honum hafa verið búin. Bætt starfsskil- yrði hafa skilað sér í aukinni veltu og útflutn- ingi. Áframhaldandi bati og gróska í iðnaði sem og öðra atvinnulífi ræðst af því hvort tekst að viðhalda hagstæðum rekstrarskilyrð- um og koma í veg fyrir að þenslugangverkið fari af stað. íslendingar þurfa því að sameinast um það markmið að tryggja stöðugleikann og þann árangur sem náðst hefur. Það væri glapræði að fórna honum fyrir önnur skammtíma mark- mið, sem ekki skila raunverulegum ávinningi þegar til lengri tíma er litið. Stöðugleikann verður að tryggja með fyrirhyggju. Stjórnvöld þurfa að setja sér skýr markmið sem tryggja hagstæð og viðvarandi rekstrarskilyrði og nota þau hagstjórnartæki sem duga til að ná þeim markmiðum. Islendingar standa nú frammi fyrir einstöku tækifæri til að festa í sessi traust efnahagsumhverfi sem er forsenda hagsældar og velmegunar. GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT KOMANDI ÁR! ISTAK HF. Fullnýting Qárfestingar í upplýsingatækni. , ORACLEÍsland Borgartúni 24 105Reykjavík Sími 91-618131 Fax 91-628131 VÍSBENDING 23

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.