Vísbending


Vísbending - 19.12.1994, Blaðsíða 18

Vísbending - 19.12.1994, Blaðsíða 18
og þrjósku varð ekkert úr samningi við Digital Research þannig að Microsoft sneri sér til lítils fyrirtækis í Seattle. Þetta fyrirtæki hafði skrifað stýrikerfi, DOS, og keypti Microsoft það á 25 þúsund dollara -TUTTUGU OG FIMM ÞÚSUND DOLLARA. Og Gates sem hefur það orð á sér að vera einhver leiðin- legasti samningamaður sem til er seldi IBM notkunarréttinn fyrir 15 þúsund dali! Ástæða þessa var að hann ætlaði að græða á forritun- armálunum og vildi fyrst og fremst tryggja sér einkarétt á þeim á PC-tölvurnar. IBM PC- tölvur slógu eftirminnilega í gegn og DOS varð staðallinn á einkatölvumarkaðinum. Það var ekki fyrr en seinna að Microsoft áttaði sig því valdi sem sá hefur er stjórnar stýrikerfinu. Reyndar var atgangurinn svo mikill við að koma PC-tölvunum á markað að DOS-stýri- kerfið reyndist hafa verulega ágalla og það hélt þróuninni á einkatölvumarkaðinum í fjötrum um árabil, og gerir jafnvel enn. Þegar PC-tölvurnar hófu sigurför sína á markaðinum vildu hugbúnaðarframleiðendur ólmir skrifa hugbúnað á þessar vinsælu tölvur. Og án þess að menn áttuðu sig almennilega á því voru þeir orðnir háðir Microsoft. Ekki leið á löngu þar til IBM fór að sýna sömu einkenni á einkatölvumarkaðinum og menn höfðu áður séð. Tölvurnar voru dýrar og fyrirtækið var lengi að tileinka sér nýjungar. Odýrar eftirlíkingar fóru að koma á markaðinn og það sem meira var: Eftirlíkingarnar voru betri en fyrirmyndin! En þótt IBM einka- tölvurnar hröpuðu í vinsældum notuðu eftir- líkingarnar sama hugbúnað og stýrikerfí. Allir þurftu að semja við Microsoft. Það hafði sýnt sig sem Gates sá þegar árið 1975: Hug- búnaður er arðbærari en vélbúnaður. Næstu árin héldu peningarnir áfram að streyma inn til Microsoft í gegnum áskrift- argjöld af DOS og forritunarmálunum. En samt var fyrirtækið í hálfgerðri kreppu. Hug- búnaðardeildin kom með forrit á borð við ritvinnsluforritið Word og töflureikninn Multi- plan. Þau voru ágæt en náðu ekki mestri út- breiðslu á sínu sviði. Gates, sem er einstakur baráttujaxl, var miður sín. Hann hafði á orði að í hvert skipti sem manni mistækist að selja tapaði maður tvisvar; í fyrsta lagi tapaði maður sjálfur og þar á ofan græddi keppinaut- urinn. Nýtt vinnuumhverfí Þótt Bill Gates væri farinn að vekja athygli þeirra sem fylgdust með einkatölvuheiminum þá var annar ungur maður þó þekktari. Það var Steve Jobs, stofnandi Apple. Apple-tölvan var sem fyrr segir fyrsta tölvan sem seldist einkum út á hugbúnað. Eftir að hafa náð frábærum árangri með Apple II vélina kom Apple með nýja og byltingarkennda vél, Macintosh. Macintosh-tölvan náði aldrei jafn- mikilli útbreiðslu og PC-tölvurnar en í not- endaviðmóti sigraði Apple keppinautana auð- veldlega. I stað þess að þurfa að læra utan að ýmsar skipanir gátu notendur bent á myndir á skjánum og gátu fetað sig inn í ritvinnslu og önnur kerfi nánast um leið og þeir keyptu tölvuna. Microsoft náði strax samningum um að skrifa notendahugbúnað á Macintosh- tölvurnar, en Gates gladdist ekki yfir þykkum bankabókum heldur nagaði sig í handarbökin fyrir að hafa ekki fengið tfma til þess að gera betra stýrikerfi en DOS á PC-tölvurnar. Gates leiðist að vera sjónarmun á eftir keppinautunum, en hann var miður sín að vera mörgum hringjum á eftir Apple með stýri- kerfi. Strax á fyrstu árum Microsoft fór að bera á því að Gates tæki hugmyndir og vinnu annarra traustataki og gleymdi að geta upprunalegs höfundar þegar hann notaði þær sjálfur. Hann setti metnað sinn í það að Microsoft kæmi fram með sitt eigið stýrikerfi fyrir PC-tölvur, sambærilegt við notenda- viðmót Macintosh. Árið 1983 var sagt frá því að Windows-kerfið væri á næsta Ieiti. Loksins Bill Gates stofnandi Microsoft. kæmi viðunandi umhverfi á PC-tölvur sögðu Microsoft-menn í öðru orðinu um leið og þeir bættu því við að DOS væri náttúrlega miklu betra en skrautmyndirnar sem Apple-notendur fengju á Macintosh. f stuttu máli lögðu starfs- menn Microsoft sig í líma við að skrifa kerfi á PC-vélar sem væri eins líkt Macintosh og hægt væri. Þetta tók miklu lengri tfma en búist var við og þegar Windows kom fyrst á markaðinn þá olli það miklum vonbrigðum. Það var ekki fyrr en löngu seinna, árið 1990, að Windows 3.0 og síðar 3.1 náðu vinsældum. En þeir sem höfðu haldið að Gates hefði misst þann hæfileika að gera gull úr öllu sem hann snerti höfðu rangt fyrir sér. Það tók bara lengri tíma en menn áttu von á. IBM hafði sem fyrr segir misst forustuna á tölvumarkaðinum en vildi ná henni aftur með nýrri kynslóð af tölvum sem kölluð var IBM- PS/2. Microsoft var fengið til að skrifa stýri- kerfið sem fékk nafnið OS/2. En hvorki tölvurnar né stýrikerfið slógu í gegn. Þegar stýrikerfið kom á markaðinn var nánast eng- inn notendahugbúnaður til fyrir það. Og þegar tölvurnar seldust ekki eins og IBM hafði spáð fóru hugbúnaðarframleiðendur sér hægar en ella. Samstarf IBM og Microsoft gekk aldrei vel. Árið 1990 sauð upp úr og Microsoft hætti allri vinnu við OS/2. IBM átti erfitt með að þola vinsældir Windows og hvers vegna skyldi Microsoft keppa við sjálft sig? Nú var svo komið að Microsoft hikaði ekki við að beita valdi sínu yfir stýrikerfunum, eða öllu heldur að misnota það eins og margur myndi segja. Jafnhliða stýrikerfunum setti fyrirtækið mörg notendaforrit á markaðinn og keppinautarnir sökuðu Gates um að beita bolabrögðum - inn í stýrikerfið væru byggð ýmis „leyniforrit" sem starfsmenn Microsoft segðu keppinautunum ekki frá en gætu notfært sér við gerð hugbúnaðar eins og Word fyrir Windows og Excel. Þannig hefði Microsoft forskot sem aðrir hugbúnaðarframleiðendur þyrftu tíma til þess að vinna upp. Gates hefur aldrei farið dult með það hann ætli að verða fremstur á öllum sviðum og honum er næstum sama hvernig hann fer að því. Eilífar deilur Það er segin saga að þar sem peningar eru, þar eru illindi ekki langt undan. Bill Gates er ófyrirleitinn og finnst ekkert athugavert við það að auðgast á hugmyndum annarra ef svo ber undir. Hins vegar hefur hann haft lag á að gera samninga sem hafa tryggl honum rétt til þess að gera næstum hvað sem er. Þeir sem koma nálægt hans garði verða hins vegar að passa sig því hann er sífellt mættur með hótanir um málsókn. Eitt frægasta málið er eflaust ákæra Apple á hendur Microsoft fyrir það að hafa stolið hugmyndum úr Macintosh og notað í Wind- ows. Nú er það hverjum manni sem kannast við bæði kerfin sýnilegt að þau eru mjög svipuð að uppbyggingu. Eins er Ijóst að Apple varð langt á undan með sitt kerfi. En spurn- ingin sem dómstólarnir urðu að svara var hvort það væri bara ekki allt í lagi. Niður- staðan varð sú að Microsoft fór með sigur af hólmi. Fyrirtækið hafði fengið víðtækt leyfi hjá Apple til þess að notfæra sér hugmyndir og dómstólar gátu ekki fallist á kröfur um hugverkastuld. Auk þess sagði Bill Gates eitt- hvað á þá leið að allt sem hann hefði gert hefði verið að brjótast inn hjá Xerox og stela nokkrum hugmyndum. Það væri ekki sér að kenna að Apple hefði verið fyrri til að stela þeim. Málaferli Bandaríkjastjómar á hendur Microsoft hafa eflaust valdið Gates meiri áhyggjum en þau sem rakin voru hér að ofan. Þar var fyrirtækið sakað um að hafa komið sér upp einokunaraðstöðu á markaðinum. Fyrir- tækið skuldbindi tölvuframleiðendur til þess að greiða sér gjald fyrir sérhverja tölvu sem þeir selja, hvort sem þau nota stýrikerfi frá Microsoft eða ekki. Enn fremur var Microsoft sakað um að leyna ákveðnum eiginleikum stýrikerfa fyrir hugbúnaðarframleiðendum og að reyna með öðrum aðferðum að tryggja sölu sinna kerfa á kostnað annarra. Margir töldu að málaferlin myndu leiða til þess að Microsoft yrði skipt upp í smærri fyrirtæki. Hjá fyrirtæk- inu, sem nú er í Seattle, vinna yfir tíu þúsund manns og menn töldu líklegast að því yrði skipt í tvö fyrirtæki, annað sem framleiddi stýrikerfi og hitt fyrir notendahugbúnað. En þegar niðurstaða kom í málinu síðastliðið vor má segja að Microsoft hafi sloppið betur en menn gátu búist við. Þeim var í mesta lagi sagt að skammast sín. 18 VÍSBENDING

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.