Vísbending


Vísbending - 19.12.1994, Blaðsíða 25

Vísbending - 19.12.1994, Blaðsíða 25
Landbúnaður á krossgötum Helga Guðrún Jónasdóttir, forstöðumaður Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins Sjaldan eða aldrei hefur nokkur atvinnu- vegur hér á landi tekist á við jafn miklar breytingar og landbúnaðurinn hefur gert á undanförnum árum. Breytingaskeiðið mikla er þó hvergi nœrri á enda og segja má að ein- ungis sé nýlokið forleiknum að margslungnu tónverki komandi aldarhvarfa. Breytingar á þessum áratug I byrjun áratugarins var undinitaður nýr búvörusamningur fyrir sauðfjárrækt og mjólk- urframleiðslu, þær tvær greinar landbúnað- arins sem njóta ríkisstuðnings. í honum felst ný landbúnaðarstefna sem svonefnd Sjö- mannanefnd aðila vinnumarkaðarins, bændur og ríkið mótuðu í sameiningu. Hagræðing, minni ríkisstuðningur, lægra matvælaverð, öflugri atvinnuvegur og aukin samkeppni eru einkunnarorð nýja búvörusamningsins. I tengslum við samningagerðina var síðan ákveðið að leggja meiri áherslu en áður á trjárækt og landgræðslu, en lítið hefur orðið úr þvf enn sem komið er. Niðurgreiðslur á heild- söluverði voru lagðar niður og í stað þeirra teknar upp beingreiðslur til bænda til hagræðingar og einföldunar. Umdeilt verð- jöfnunarkerfi mjólkuriðnaðarins var lagt nið- ur, útflutningsbætur afnumdar, úreldingarsjóði fyrir mjólkuriðnaðinn komið á fót og um- fangsmiklum niðurskurði í sauðfjárrækt hrundið af stað til að laga framleiðslu kinda- kjöts að neyslu landsmanna. Þessi uppstokkun hefur m.a. leitt til þess að útgjöld ríkisins til landbúnaðar hafa dregist saman um rúrnan þriðjung á síðustu tveimur árum og tekjur í sauðfjárrækt hafa dregist saman um 25-30%, svo dæmi séu nefnd. Helsti hvatinn að uppstokkuninni var annars vegar krafan um hagræðingu í landbúnaðinum og lægra matvöruverð og hins vegar fyrir- sjáanleg umskipti á rekstrarumhverfi land- búnaðarins með aðild Islands að EES og GATT-samkomulaginu. Lækkandi verð Á undanförnum árum hefur þróunin að ýmsu leyti snúist til hins verra fyrir landbún- aðinn með þeim afleiðingum að afkoma margra bænda hefur versnað. Framleiðsla hefur verið að dragast saman, sér í lagi í sauðfjárrækt, og þróun á skilaverði til bænda, svonefndu framleiðendaverði, hefur verið óhagstæð í langflestum búgreinum. Ef litið er á vísitölur framleiðendaverðs á árunum 1989 til 1. september 1994 kemur í ljós að bændur eru að fá um 60% af því verði sem þeir fengu á árinu 1989 fyrir algengustu neysluflokka svína- og nautakjöts, um 70% af framleiðendaverði eggja, rúm 75% af fram- leiðendaverði kjúklinga og 85% af fram- leiðendaverði hrámjólkur og sauðfjárafurða. Hér eru algengir afslættir á heildsölustigi ekki meðtaldir, þannig að raunlækkun til bænda er oft á tíðum meiri en þessar tölur gefa til kynna. Hið jákvæða er að þessar verðlækkanir hafa stuðlað að verulegri lækkun á matvöru- verði þótt fleira komi þar reyndar til, s.s. verðstöðugleiki og gengisþróun. Fækkun framleiðenda Framleiðendum hefur að sama skapi fækkað. Ef litið er á tjölda lögbýla með fram- leiðslurétt (kvóta) í mjólkurframleiðslu og sauðfjárrækt verðlagsárin 1988/89-1993/94 kemur í ljós að þeim hefur fækkað úr 4.005 í 3.246, eða um rúm 18%. I aðalatriðum hefur smæstu framleiðendunum í báðum greinum fækkað en hreinum mjólkurframleiðendum hins vegar fjölgað. Þessar tölur segja því ekki alla söguna en ljóst er að umtalsverð fækkun hefur verið í þessum hefðbundnu búgreinum, þar sem tæp 70% verðmætamyndunar í land- búnaði á sér stað. Á árunum 1989-1993 fækk- aði svínabændum um tæpan fimmtung, kjúkl- ingabændum um tæpan fjórðung og eggja- bændum um nærfellt helming. Þá fækkaði garðyrkjubændum á þessum tíma um 7%, kartöflubændum um tæp 40% og loðdýra- bændum um rúman helming. Fjölgunar verður ekki vart nema í örfáum búgreinum, s.s. hjá hrossabændum, en þar hefur orðið um helmingsfjölgun, og hjá ferða- þjónustubændum. Þeim hefur reyndar farið fækkandi frá árinu 1992 eftir stöðuga fjölgun fram að þeim tíma, sem bendir til þess að ákveðin mettun sé að eiga sér stað innan þeirrar búgreinar. Ymsir fylgifiskar þessarar neikvæðu þró- unar eru atgervisflótti úr atvinnugreininni og sundurlyndi og ósamstaða innan bændastéttar- innar, sem bætist við hefðbundinn hrepparíg. Bændur eru að missa tökin á sölumálum sínum sem hefur m.a. torveldað samruna og Vísitölur framleiðendaverðs 1989-1994 September ár hvert VÍSBENDING 25

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.