Vísbending


Vísbending - 19.12.1994, Blaðsíða 10

Vísbending - 19.12.1994, Blaðsíða 10
Getur breytt atvinnuskipting skýrt ástandið á vinnumarkaði? Sverrir Geirmundsson, hagfræðingur. Vaxandi atvinnuleysi er án efa einn alvar- legasti efnahagsvandi sem Islendingar hafa staðið frammi fyrir á síðari árum. Atvinnu- leysi var nœr óþekkt hér á landi frá upphafi sjöunda áratugarins, þegar reglubundnar mœlingar á því hófust, ogfram til ársins 1991, en á því tímabili var hlutfall atvinnulausra af heildarmannafla á vinnumarkaði undir 1% að meðaltali á ári. A árinu 1992 urðu veruleg umskipti. Þá náði atvinnuleysið 3%, og hefur ástandið sem kunnugt er versnað enn síðan. A þessu ári er áœtlað að um 4,8% vinnubœrra manna verði án atvinnu, en það er hœsta hlut- fall sem mœlst hefur. Þróunin er sláandi. Því miður er margt sem bendir til þess að ekki sé hœgt að skýra hana að öllu leyti með stöðnun í efna- hagslífinu og að atvinnuástand muni ekki batna að marki þótt efnahagsumsvifin aukist. Ymsar tilgátur hafa komið fram til skýringar á þessu. Meðal annars hefur verið rœtt um skipulag á vinnumarkaði og ýmsa aðra þœtti en atvinnuskiptingu og þróun hennar hefur lítill gaumur verið gefinn. Að mörgu leyti sýnist sem þessi þáttur geti varpað nokkru Ijósi á þau umskipti sem orðið hafa. Gjörbreytt atvinnuskipting Það er fróðlegt að skoða þróun vinnu- aflsnotkunar hjá atvinnuvegunum á undan- förnum árum til að átta sig á þeim breytingum sem orðið hafa á vinnumarkaðinum. Frá árinu 1963 eru til ítarlegar tölur um skiptingu árs- verka milli starfsgreina, en á því ári hóf Hag- stofan að vinna slíkar upplýsingar upp úr skýrslum skattyfirvalda. Samkvæmt þessum tölum voru ríflega 67 þúsund ársverk unnin hér á landi á árinu 1963. Skipting þeirra var með þeim hætti að um 45% voru unnin í því sem kalla mætti hefð- bundnum framleiðslugreinum, þ.e. landbún- aði, sjávarútvegi og almennum iðnaði, um 34% voru unnin í verslunar- og þjónustustarf- semi á vegum einkaðila og hins opinbera og um 21% ársverkanna voru unnin í öðrum greinum, einkum samgöngum og bygginga- starfsemi. A árinu 1994 áætlar Þjóðhagsstofnun að um 125 þúsund ársverk verði unnin hér á landi, eða nærri tvöfalt fleiri en á árinu 1963. Lausleg áætlun gerir ráð fyrir að vinnu- aflsnotkunin skiptist þannig að um 28% verði í hefðbundnum framleiðslugreinum, um 55% í verslunar- og þjónustugreinum og 17% í ann- arri starfsemi. Samkvæmt þessu er ljóst að gríðarlegar breytingar hafa átt sér stað á vinnumarkað- inum á undanförnum áratugum. Hlutdeild hefðbundnu framleiðslugreinanna í vinnuafl- inu hefur minnkað um 17 prósentustig á sama tíma og verslunar- og þjónustugreinar hafa aukið við hlutdeild sína um 21 prósentustig. Ef tölur eru skoðaðar nánar kemur í ljós að unnin ársverk í verslunar- og þjónustugreinum hafa þrefaldast á sama tíma og heildarvinnu- aflsnotkun hefur tæplega tvöfaldast eins og áður sagði. Aukningin er hins vegar einungis um 15% í framleiðslugreinunum. Hið opinbera hefur aukið hlutdeild sína mest Nánari skipting eftir starfsgreinum varpar skýrara ljósi á þessa þróun. Á meðfylgjandi mynd eru sýndar breytingar á vægi einstakra starfsgreina í heildarvinnuaflsnotkuninni á milli áranna 1963 og 1994. I ljós kemur að hlutur landbúnaðarins í vinnuaflsnotkuninni hefur minnkað mest á þessu tímabili eða um rúm 8 prósentustig. Hlutdeildin var um 13% árið 1963 en er áætl- uð um 5% á þessu ári. Hlutur fiskveiða og -vinnslu fer úr um 16% í 11%, eða minnkar um 5 prósentustig, og iðnaðar úr um 16% í 12%. Það fer ekki á milli mála hvaða greinar hafa einkum tekið til sín vinnuafl á undan- Breyting á vinnuaflshlutdeild ýmissa starfsgreina hér á landi miili áranna 1963 og 19941 Landbúnaður Fiskveiðar og -vinnsla Iðnaður (án fiskiðn.) Samgöngur og fjarskipti Byggingarstarfsemi Rafm.-, hita- og vatnsv. Versl.-, veit- og hótelst. Ymis þjónusta Peningast., trygg. o.fl. Hið opinbera -10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 8 10 Prósentustig 1 Hlutdeild unninna ársverka hjá viðkomandi starfsgrein í heildarársverkum ársins 1994 að frádreginni hlutdeild ársins 1963. Byggt er á áætluðum tölum fyrir árið 1994. Ekki gætir fulls samræmis í ársverkaútreikningum á árunum 1963 og 1994. Heimild: Þjóðhagsstofnun. Fullnýting flárfestingar í upplýsingatækni. , r> 13 ORACLE ísland Borgartúni 24 105 Reykjavík Sími 91-618131 Fax 91-628131 10 VÍSBENDING

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.