Vísbending


Vísbending - 19.12.1994, Blaðsíða 8

Vísbending - 19.12.1994, Blaðsíða 8
skiptakjörin á þessu ári og þeim næstu urðu alveg óvenjulega óhagstæð og á sviði fjármála rfkisins og peningamála var ónógt aðhald. Eg hafði viljað stofna Seðlabanka, en fyrir því var ekki pólitískur vilji. Við þetta bættist afla- brestur. Vélbátaútgerðin komst í þrot. Sem dæmi um erfiðleikana get ég nefnt að útflutn- ingur landsmanna féll niður í 29 milljónir dollara árið 1950 og framlag Banda- ríkjamanna af Marshall-aðstoð til að greiða fyrir innilutning okkar fór upp í 26,2% og árið eftir í 20,3% af heildarinnflutningnum. Það var fyrst á árinu 1954 að þetta jafnaði sig. Því var það að einn ráðherrann sagði við mig einu sinni: Benjamín, hefði Marshall-aðstoðin ekki komið til, hefði orðið að skjóta saman handa okkur íslendingum til að fleyta okkur yfir erfiðleikana. Það varanlega við þetta var þó það að verslunarhöftin voru afnumin að hluta, svo og skömmtunarfyrirkomulag og leyfaveitingar af ýmsu tagi, sem voru gróðrarstía fyrirgreiðslu og íhlutunar af hálfu stjómmálaflokkanna í líf og breytni þeirra einstaklinga, sem höfðu öll spjót úti til að bjarga sér, Ég held að gengislækkunarplaggið í til- lögum okkar Ólafs eitt sér sé eitt merkilegasta plagg, sem komið hefur fram í íslenskum hag- stjórnarmálum fyrr og síðar og áreiðanlega það róttækasta. En kannski var 42,6% gengislcekkun ónóg? Við mátum það svo að þetta væri nægjan- legt og að lengra væri ekki hægt að ganga af pólitískum ástæðum. Verkalýðshreyfingin varð að vera til friðs að minnsta kosti fyrsta kastið eftir ráðstaf- anirnar. En eins og ég nefndi áðan var það styrkur hinna fyrri viðhorfa, sem var okkar versti óvinur: vantrúin á að það væri hægt að lifa án haftakerfisins. Þvf lagði ég megin- áherslu á upplýsingaþáttinn. Og tíminn hefur unnið með okkur Ólafi. Stefnan frá 1949-’50 bar síðbúinn ávöxt 10 árum síðar. Einn and- stæðinga okkar þá hét Gylfi Þ. Gíslason. Hann varð svo einn þeirra sem hrintu þessari hugmyndafræði fram á hinum hagnýta vett- vangi, þegar allar kringumstæður voru hag- stæðari. Þannig unnu hugmyndir okkar smám saman á. Ég kom heim sem efnahagsráðunautur ríkisstjómarinnar 1951. Það er út af fyrir sig rétt hjá þér „að það sem að helst hann varast vann/ varð þó að koma yfir hann“. Við reynd- um að bjarga bátaútveginum með bráða- birgðaráðstöfunum, sem gáfu honum að hluta yfirráð yfir eigin gjaldeyrisöflun. Bátagjald- eyriskerfíð. Ég sat í nefndum, sem áttu að út- hluta atvinnugreinum styrkjum, svo að þær mættu komast af. Stundum sátum við að þess- ari iðju um jóladagana, allt varð að vera klárt um áramót. Upplýsingar um raunverulegan hag voru af skornum skammti. Og við vorum nokkrir kallar með atvinnulífíð í höndunum, fólkið um allt land! Ég skal nefna þér dæmi. Við sitjum á jóladag og sú hugmynd kemur fram að setja bátagjaldeyrisálag á nagla. Húsbyggjendur séu ekki of góðir til að leggja sitt af mörkum til að halda atvinnulífínu gangandi. Fulltrúi Fram- sóknarflokksins getur samþykkt þetta - þó með einni undantekningu: hóffjaðrir skulu undanskildar. Það er fallist á það og snúið sér að næsta lið. Svona stjórna kommissarar efna- hagslífinu í stað þess að láta markaðinn sjá um sitt hlutverk. Ég þarf varla að taka það fram að þessi iðja var mér persónulega ógeðfelld, en annað var ekki pólitískt framkvæmanlegt á þessum tíma. Meðan ég var bankastjóri Framkvæmda- bankans samdi ég við Tékka um vélakaup til nokkurra virkjana og raflagnaefni fyrir RARIK, undirstöðu framfara í atvinnulífinu. Þá hitti ég bandaríska sendiherrann í Hljóm- skálagarðinum. Hann átaldi mig fyrir þessi viðskipti við kommúnistaríki. Ég svaraði hon- um og sagði: Nágrannaþjóðir okkar vilja ekki kaupa af okkur fisk, en þær vilja selja okkur vélar. Tékkar bjóðast til að láta okkur hafa vélar fyrir físk. Vélarnar eru undirstaða vel- megunar okkar í framtíðinni. Viðskipti eru viðskipti. Hitt er svo annað mál að frelsi í viðskiptum varð ekki byggt upp með stórfelldum viðskipt- um við jafnkeypislönd kommúnista. En þetta var sá harði veruleiki sem við bjuggum við. Ég lagði líka áherslu á það á þessum árum að lána til uppbyggingar og vélvæðingar hraðfrystihúsanna um allt land. Fiskvinnslan breyttist smám saman á þessum árum úr hand- verki í sérhæfða iðngrein. Árið 1960 var ástandið orðið allt annað. Endurreisn Evrópu var lokið. Viðskiptakjör okkar fóru batnandi. Markaðir voru að opnast á Vesturlöndum fyrir freðfiskinn. Við áttum samleið með nágrönnum og vinum og dugn- aður og útsjónarsemi einstaklinga fossaði fram við athafnafrelsið, ótal möguleikar opn- uðust, sem engir skriffinnar hins opinbera sáu í kortunum. Á örfáum árum byggðu íslending- ar síldarflota og urðu í hópi mestu síldveiði- þjóða heims. Svo, eins og hendi væri veifað, hvarf síldin, það varð lífskjarahrun á við það sem varð á fyrstu árum kreppunnar miklu. En nú hafði hagkerfíð sveigjanleika til að laga sig að nýjum aðstæðum. Við fórum í gegnum stutt en sársaukafullt tímabil. En það tókst. Og áður en við höfðum reyndar að fullu unnið okkur úl úr því hófu eyðsluklærnar aftur fyrri iðju. Þú ert gamall kommúnisti, þú varst einn fárra vestrœnna hagfrœðinga sem höfðu fengið það tœkifœri að dvelja langdvölum í Moskvu á tíma fyrstu 5-ára áœtlana Stalíns. Þú snerist gegn stalínismanum og Brynjólfur œtlaði að reka þig úr flokknum fyrir það, en tókst ekki, en Einari Olgeirssyni tókst að fá samþykktar á þig vítur. Svo fórstu til Banda- ríkjanna, í háskóla í Minneapolis, Seattle og Harvard. Síðan varst þú einn af frumherj- unum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, sem ásamt Alþjóðabankanum var hornsteinn þeirrar endurreisnar kapítalismans, sem kennd hefur verið við Bretton Woods sam- komulagið. Þú hefur getað skoðað auðvalds- skipulagið, kapítalismann, frá mörgum hliðum sem áhorfandi og þátttakandi. Hvað hefurðu um það að segja eftir langa vegferð? Auðvaldsskipulagið er eina skipulagið sem hefur gert þjóðir ríkar með atvinnufrelsi, markaðshyggju og fjármagni. Það er sama og að segja að fyrirtækin greiði hærra og hærra kaup, raunverulegt kaup. Þar við bætist svo að þetta skipulag hefur reynst mikill vinur frelsis- þrár mannkynsins sökum dreifingar hagvalds- ins. Með októberbyltingunni var hagvaldið flutt til aðalritarans með vægast sagt skelfi- legum afleiðingum. Hér á íslandi hefur kaupmáttur launanna tuttugfaldast á þessari öld og lífskjörin batnað í samræmi við það. Það Island sem ég ólst upp við er horfið í blámósku tímans, land ör- birgðar, sóðaskapar og sjúkleika, land án vega, brúa og hafna. Ég reiknaði hins vegar einhvern tíma út að þá höfðu launin í krónum meira en fjögurþúsundfaldast. Það var afrakst- ur stéttabaráttu og verkalýðshreyfingar. Ég hef stundum hugsað um það að ástæða þess að við komum tiltöluleg vel undan Kreppunni miklu hafi verið sú hve verkalýðshreyfingin var til- tölulega hófsöm, þrátt fyrir ofsafenginn hatursáróður kommúnista. Ég var á sfld sumr- in 1928-1930. Sumarið 1928 var síldarmálið á 10 krónur. Árið eftir féll það í 3,50 krónur og enn árið eftir í þrjár krónur. Engum datt í hug að heimta kauptryggingu. Heimsmarkaðurinn sagði þetta og allir urðu að laga sig að því, út- gerðarmaðurinn, sfldarspekúlantinn, sjómaður- inn og söltunarstúlkan. Þetta var lífsins gangur. Á árunum eftir fyrri heimsstyrjöldina var kaupgjald í Bandaríkjunum það hæsta í heimi. Landbúnaðurinn var landbúnaður bænda, sem unnu sér í hag með sífelldum tækninýjungum og nutu góðs af sívaxandi kaupgetu fólksins í borgunum. I iðnaðinum átti sér stað ör tækni- þróun, og með henni kom til sögunnar ný skipulagning vinnunnar, sem olli mikilli bylt- ingu, færibandaframleiðslan. Allt þetta jók framleiðni og velmegun með ævintýralegum hraða. Tala fólks í verkalýðsfélögum var lítið brot af þjóðinni, og félögin höfðu lítil áhrif. Almenn áhrif höfðu þau engin. En kaup- gjaldið var það hæsta í heimi. Milljónir fátæklinga um allan heim dreymdi um það að komast til fyrirheitna landsins, Bandaríkjanna. I Þýskalandi eftir seinni heimsstyrjöld er voldug og vel skipulögð verkalýðshreyfing en hófsöm. Verkföll hafa verið fátíð, heyra raunar til algerra undantekninga. í Japan var iðnaður- inn skipulagður með allt öðrum og lífrænni hætti. Verkalýðsfélög eru tiltölulega áhrifalítil. Hollusta við fyrirtækin mikil. Þessi tvö lönd hafa nú yfir fjármagni að ráða sem er aflvél hagkerfis heimsins. Hér á landi hefur hins vegar ríkt styrjöld síðan kommúnistar komust fyrst til forystu í verkalýðshreyfingunni á árum heimsstyrjald- arinnar síðari. Atvinnulífið hefur verið í um- sátursástandi. Almennt hatur hefur ríkt á fjár- magni og gróða fyrirtækjanna. Stundum er þetta kallað andstaða launavinnu og fjár- magns, verkamannsins og fjármagnseigand- ans. En þegar grannt er skoðað sést að þetta byggist á miklum misskilningi. Launþeganum vegnar hvergi betur en þar sem fjármagnið er mest og frjálsast, í löndum auðvaldsins. Hvergi eru launin eins há og hvergi eru lífs- kjörin betri. Enda blasir það við allra augum, að þar eru hjálpargögn vinnunnar mest og best, afköst vinnunnar mest, langmest. Þarna sést hvað það er sem svo miklu máli skiptir: Að hafa góð tæki til að vinna með að fram- leiðslunni og til þess að beisla auðlindir náttúrunnar. En til öflunar þeirra þarf fjármagn. Atvinnulífið er ekki vél, sem er haldið smurðri og gangandi með færni nokkurra sér- fróðra vélgæslumanna. Atvinnulífið er LÍF. Það er lífrænn vefur, sem byggir á mannlegunt samskiptum. Það eru menn á ferð með hugmyndir og drauma, sumir með svolítið af þekkingu, svolílið af hugboði og trú á framtíð- 8 VÍSBENDING

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.