Vísbending


Vísbending - 19.12.1994, Blaðsíða 5

Vísbending - 19.12.1994, Blaðsíða 5
Drög að viðreisn Viðtal við Olaf Björnsson prófessor Ólafur Hannibalsson skrifar Það er sérkennilegt hvað íslendingum hefur reynst torsótt aðfeta sig út úr hagkerfi hafta og skömmtunar í átt aðfrjálsu hagkerfi. Skiljanlegt var að til slíkra óyndisúrrœða vœri gripið á tíma heimskreppu og heimsstyrj- aldar og þá einkum afþeim stjómmálaflokkum, sem til vinstri eru í hinu pólitíska litrófi. Þá erum við að tala um tímannfráþvíum 1933-'48, eða hálfan annan áratug. En áhrif hagspeki kreppuára og styrjaldarreksturs hafa reynst miklu langœrri en það og má segja að enn sé á lslandi tekist á um þau grundvallarviðhorf, sem skilja að áœtlunarbúskap og athafnafrelsi - hálfri öld eftir að heimsstyrjöldinni lauk og löngu eftir að nútíma- legri viðhorf hafa borið pólitískan sigurafhólmi í löndunum allt í kringum okkur. Fyrsta viðleitnin til aðfeta sig út af einstigi æ harðari og víðtœkari skömmtunar á bókstaflega öllum gögnum og gœðum þjóðarbúsins var undirbúin af minnihlutastjórn Sjálfstœðisflokksins 1949 og hrundið íframkvœmd af ríkisstjórn Steingríms Steinþórssonar veturinn 1950. Oft er talað um að þœr ráðstafanir hafi runnið út í sandinn og þráðurinn ekki verið tekinn upp afturfyrr en með „ viðreisn “ Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks 1960. Þetta er þó kannski ekki alls kostar rétt. Til þess aðfrœðast betur um þetta tókum við tali Itagfrœðing- ana Benjamín H.J. Eiríksson og Ólaf Bjömsson, höfunda lagabálksins um efnahagsráðstafanir þessarar stjómar. Fyrst heimsótti Vísbending Ólaf Björnsson prófessor og spurði: Hvenœr fór áhrifa hag- frœðinga verulega að gæta á íslensk stjórnmál og stjórnmálamenn ? Það er fyrst eftir fall nýsköpunarstjórnar- innar, og í sambandi við myndun nýrrar ríkisstjórnar, að kallað er eftir áliti hagfræð- inga um stöðumat og lausnir á vandanum. Þá voru uppi hugmyndir um myndun nýrrar þjóð- stjórnar og við vorum kvaddir til fjórir ungir hagfræðingar, hver í tengslum við sinn flokk, til að gefa álit um ástand og horfur. Þetta voru Klemens Tryggvason, Gylfi Þ. Gíslason, Jón- as Haralz og ég. Við vorum út af fyrir sig sammála um ástandið, en lausnirnar urðu málamiðlun, sem hver okkar fyrir sig var kannski óánægður með. Við spáðurn því að gjaldeyrisforðinn væri senn uppurinn, spá sem rættist fljótlega. Niðurstaðan af þessum stjórn- armyndunarviðræðum varð „Stefanía", stjórn Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Sjálf- stæðisflokks undir forsæti Stefáns Jóhanns Stefánssonar formanns Alþýðuflokksins. Stjómmálaforingjarnir sem þarna áttust við voru þeir Olafur Thors, Stefán Jóhann Stefánsson, Einar Olgeirsson og Hermann Jónasson. Sá eini sem var ánægður með þetta álit okkar var Hermann, enda hörð gagnrýni á frammistöðu fráfarandi stjórnar, sem allir hinir flokkarnir höfðu tekið þátt í. Hvað mig snerti hafði ég alltaf talið að grundvallarhugmyndin að baki nýsköpunar- stjórninni væri röng og hef alltaf verið hissa á því að Sjálfstæðisflokkurinn skyldi ljá máls á því að ganga svo langt inn á braut langtíma skipulagningar atvinnuveganna og áætlunar- búskapar. Eg var aldrei neitt sérstaklega hamingjusamur með nýsköpunarárin, þótt margt af framkvæmdum stjórnarinnar væri í sjálfu sér ekki óskynsamlegt, togarakaupin lil dæmis. Við þurftum að endumýja flotann. Þótt okkur legðist ýmislegt til, svo sem Hvalfjarðarsíldin veturinn 1947-’48, var gjaldeyrisforðinn nær uppurinn í lok þess árs. Ráðin, sem fyrrverandi rfkisstjórnir höfðu komið upp, Viðskiptaráð og Nýbyggingarráð, breyttust nú í Fjárhagsráð. Til viðbótar gjald- eyrishöftum og innflutningshöftum, komu nú höft á framkvæmdir og skömmtun á nauð- Ólafur Björnsson, prófessor. synjavörum, ennþá strangari og naumari en viðgengist hafði á stríðsárunum, þegar skortur á varningi í viðskiptalöndum okkar, hafði gert skömmtun nauðsynlega. Hins vegar var mikil kaupgeta innanlands. Gengið hafði verið lækkað vorið 1939, en síðan hafði óðaverð- bólga stríðsáranna, með vinnuafl á uppboði fyrir breska og ameríska herinn og uppgripum við sjávarsíðuna, fengið að grassera. Ekkert samhengi var lengur milli íslensku krónunnar og þess gjaldeyris sem fékkst fyrir útflutn- ingsafurðir okkar erlendis. Flestir stjómmála- menn héldu þó dauðahaldi í hugmyndina um fast gengi. Utflutningsatvinnuvegunum var bættur mismunurinn með niðurgreiðslum á fiskverði og útfluiningsuppbótum, sem voru að verða ríkissjóði ofviða. Kaupgjaldið var fest í viðjar vísitölubindingar og dýrtíðarbóta. Bændur höfðu fengið beina tengingu kjara sinna við kauptaxta verkalölks, iðnaðarmanna og sjómanna. Verkalýðshreyfingin var herská. Alþýðusambandið og Dagsbrún voru í hönd- um kommúnista, sem ekki hikuðu við að beita verkalýðnum fyrir sinn pólitíska vagn. Kalda stríðið var hafið. Ný utanríkisstefna var í mót- un, samstaða með vestrænum þjóðum, þar sem ekkert pláss var fyrir kommúnista í stjóm lands- ins. Þeir börðust á móti með hnúum og hnefum. Þannig stóðu þá málin á síðustu mánuðum Stefaníu. Þegar þrír ráðherrar stjómarinnar fóm til Washington til að leggja síðustu hönd á undirbúning inngöngunnar í NATO hitti Bjarni Benediktsson að máli dr. Benjamín Eiríksson, sem þá var starfsmaður Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins. Varð að samkomulagi milli þeirra að Benjamín kæmi heim og ynni á veg- um ríkisstjómarinnar álitsgerð um hag lands- ins og möguleg úrræði. Hann vann svo að þessu verkefni um þriggja mánaða skeið sumarið 1949 og skilaði áliti til ríkisstjórnar- innar, en þá féll þessi ríkisstjóm og var efnt til kosninga í október þá um haustið. I þessu áliti Benjamíns var lagt til að fara inn á nýja braut, draga úr innflutningshöftum eða aflétta þeim og taka upp frjáls viðskipti. Til þess þurfti verulega gengisfellingu. En stjórnmálaflokkana brast kjark. Eftir sex vikna stjómarkreppu myndaði Sjálfstæðisflokkurinn minnihlutastjórn í byrjun desentber, sem til bráðabirgða framlengdi styrkja- og niður- greiðslukerfið til að halda atvinnuvegunum gangandi. Eitt fyrsta verk ríkisstjórnarinnar var að kalla dr. Benjamín heim og fela okkur að starfa að samningu frumvarps, sem byggt var á þessu áliti hans frá því um sumarið. Meginefni þess var runnið undan rifjum dr. Benjamíns, en ég aðstoðaði hann eftir mætti. Við unnum að þessum tillögum frá því í desember fram í febrúar og þegar þær voru fullbúnar voru þær sendar Framsóknar- og Alþýðuflokki til athugunar. Alþýðuflokkurinn, sem hafði tapað tveimur þingmönnum í kosn- ingunum um haustið, farið úr 9 í 7 af 52 þing- mönnum, hafnaði tillögunum en Framsókn féllst á frekari viðræður. En Framsókn lék tveimur skjöldum í þessu. Allt frá kosningum höfðu farið fram viðræður milli Framsóknar, Sósíalista og Alþýðuflokks um myndun vinstri stjómar á grundvelli styrkja og ábyrgðar- leiðar eða niðurfærslu- og verðhjöðnunar- leiðar. Voru þar einkum kallaðir til hagfræð- ingarnir Jónas Haralz, Klemens Tryggvason og Torfi Asgeirsson. Fór svo að Framsókn bar fram vantrauststillögu á stjórnina og var tillag- VÍSBENDING 5

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.