Vísbending


Vísbending - 19.12.1994, Blaðsíða 11

Vísbending - 19.12.1994, Blaðsíða 11
fömum árum. Á árinu 1963 voru um 3% árs- verka unnin í peningastofnunum, fasteigna- rekstri og hjá tryggingafélögum en á þessu ári er áætlað að hlutfallið verði komið upp í ríf- lega 9%. Ársverkum fjölgar þó enn meira hjá hinu opinbera en þar hefur vinnuaflshlutdeild- in vaxið um 9 prósentustig, eða úr rúmum 9% íum 18%. Þess ber að geta að frá árinu 1991 hefur úrvinnsla á ársverkum verið með nokkuð öðr- um hætti en áður af ástæðum sem ekki verða raktar hér. Áhrif þessa má þó telja óveruleg. Hafa starfsgreinar mettast? Þróun atvinnuskiptingarinnar endurspeglar vel þær miklu breytingar sem orðið hafa á atvinnuháttum og hag ýmissa atvinnugreina hér á landi á undanfömum árum. Verulega hefur fækkað í hefðbundnum búgreinum, m.a. vegna þéttbýlismyndunar, breytts neyslu- mynsturs og óhagræðis í framleiðslu. Sjávar- útvegur gat lengi vel tekið við auknu vinnuafli en nú á síðustu ámm hefur starfsfólki fækkað verulega í greininni með minnkandi afla og aukinni tæknivæðingu í veiðum og vinnslu eins og sést glöggt á annarri af meðfylgjandi myndum. Vart þarf að fjölyrða um þá stöðu sem iðnaðurinn er í, en þar hefur lítil fram- leiðni og nýsköpun ásamt sveiflukenndum ytri skilyrðum hamlað vexti og viðgangi. Lengi vel gat verslunar- og þjónustustarf- semi á vegum einkaaðila og hið opinbera tek- ið við því vinnuafli sem kom nýtt inn á vinnu- markaðinn. Af um 58 þúsund ársverkunt sem bættust við á árabilinu 1963-1994 vom hátt í 17 þúsund unnin hjá hinu opinbera, rúntlega 10 þúsund í verslunar-, veitinga- og hótelstarf- semi og um' 10 þúsund í peningastofnunum, hjá tryggingafélögum og í fasteignarekstri. Á undanförnum árum virðist sem farið hafi að gæta ákveðinnar mettunar í þessum starfs- greinum m.t.t. vinnuaflsnotkunar. Þótt efna- hagsleg stöðnun sé líklega ein helsta ástæðan fyrir því að vöxtur vinnuaflsnotkunar í grein- unum hefur minnkað mjög verulega á síðustu ámm eða samdráttur orðið eins og sést á neðri myndinni, gætu lleiri þættir leikið hér hlutverk sem lítil áhersla hefur verið lögð á í umræðum um atvinnumál að undanförnu. Hér má í fyrsta lagi nefna að þær eiga það flestar sammerkt að vera einkum bundnar við heima- markað þar sem vaxtarmöguleikar eru tak- markaðir. Það segir sig sjálft að verslunar- og þjónustufyrirtæki verða ekki endalaust sett á stofn til að þjóna innanlandsmarkaðinum eingöngu. Hröð þróun í þessari starfsemi framan af kemur ekki á óvart í ljósi bættra lífskjara hér á landi sem að hluta til voru feng- in að láni frá útlöndum. í öðru lagi hefur krafan um lækkun nkisútgjalda orðið æ háværari með árunum, ekki síst vegna óhóf- legrar skuldasöfnunar, sem orðið hefur til að draga úr vinnuaflsvexti hjá hinu opinbera. I þriðja og síðasta lagi má svo nefna að aukin menntun og tæknibreytingar kunna að hafa aukið framleiðni nokkuð í verslunar- og þjónustugreinum sem leitt hefur til þess að færra fólk þarf nú til að sinna tiltekinni þjónustu en áður. Meðal annars vegna þessa er ekki víst að þær atvinnugreinar hér á landi sem tekið hafa tekið til sín lungann af vinnuaflinu á síðustu árum muni auka vinnuaflsnotkun í réttu hlut- falli við aukin efnahagsumsvif. Atvinnustefna framtíðarinnar Sú þróun sem hér hefur verið lýst er ekki eingöngu bundin við Island. Alþjóðlegur samanburður gefur til kynna að hlutdeild hins opinbera á vinnumarkaðinum hafi sums staðar aukist meira en hér á landi frá upphafi síðasta áratugar, einkum annars staðar á Norður- löndunum svo sem í Noregi og Finnlandi. I Bandaríkjunum, Japan og Þýskalandi, þar sent markaðshagkerfið er þróað, hefur gagnstæð þróun átt sér stað, en þar hefur vinnu- aflshlutdeild hins opinbera annaðhvort staðið í stað eða minnkað lítillega. Samanburður leiðir einnig í ljós að landbúnaður og iðnaður eru víðast hvar á undanhaldi í atvinnulegu tilliti, vægi verslunar hefur haldist nokkuð stöðugt undanfarin ár en ýmis alþjóðleg þjónustustarf- semi hefur verið að draga til sín æ fleira fólk. Það leikur lítill vaft á að vaxtarbroddurinn í efnahagslífi heimsins felst fyrst og fremst í auknum alþjóðaviðskiptum og þá ekki síst á þjónustusviðinu. Þetta hefur stjómvöldum víða um heim orðið æ ljósara á síðari árum sem sjá má af stóraukinni efnahagssamvinnu niilli landa síðustu ár. Hér á landi varð þessi vakning seinna á ferðinni en víða annars staðar og má að vissu leyti segja að tilkoma Evrópska efnahagssvæðisins hafi knúið Is- lendinga til að fara að huga að frjálsari við- skiptaháttum, einkum m.t.t. fjárfestingar og þjónustuviðskipta, og gera nauðsynlegar ráð- stafanir til að koma þeim breytingum á. Aukin alþjóðavæðing kallar á nýjar og breyttar áherslur í atvinnumálum sent m.a. þurfa að fela í sér að auka veg atvinnugreina sem eru frekar til tækni og þekkingar. Áætlað hefur verið að skapa þurfi rfflega þrjú þúsund störf hér á landi á ári hverju fram til aldamóta svo halda megi uppi atvinnustigi og skapa svigrúm fyrir fólk sem mun koma nýtt inn á vinnumarkaðinn. Það er alveg ljóst, bæði mið- að við þróunina hér á landi og ekki síst annars staðar, að þau störf munu ekki verða til í versl- unar- og þjónustugreinum sem keppa á innan- landsmarkaði eða hjá hinu opinbera eins og undanfarin ár. Unnin ársverk í ýmsum atvinnugrcinum hér á landi árin 1963-1994 24.000 22.000 20.000 18.000 16.000 14.000 12.000 10.000 8.000 6.000 4.000 2.000 0 Heimild: Þjóðhagsstofnun. □RACLE® Fullnýting Qárfestingar í upplýsingatækni. , ORACLEÍsland Borgartúni 24 105Reykjavík Sími 91-618131 Fax 91-628131 VÍSBENDING 11

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.